Aquafaba

Bakstur

  • Aquafaba-theytt
  • Vegan: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Aquafaba er kjúklingabaunasoð sem hægt er að stífþeyta og nota í matargerð og bakstur á svipaðan hátt og egg. Stórsniðug nýting á hráefni sem annars færi bara til spillis. Og hentar svona líka vel í eggjalaust eða vegan góðgæti.

  • 6 msk kjúklingabaunasoð
  • ½ tsk cream of tartar
Opnið krukku af forsoðnum kjúklingabaunum. Sigtið baunirnar frá vökvanum og geymið baunirnar til að nota í hummus, kjúklingabaunapottrétt, falafel eða annað góðgæti.

Setjið kjúklingabaunasoðið í hrærivél og þeytið þar til það fer að stífna. Bætið cream of tartar út í og haldið áfram að þeyta í a.m.k 10 mín eða þar til þetta er orðið alveg stífþeytt og líkist stífþeyttum eggjahvítum.