Banana og heslihnetu kaka
- 12 manns
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Já
Uppskrift
Þessi bragðgóða kaka er hæfilega sæt, með banana, súkkulaði og heslihnetum.
Í kökuna notum við tvo banana til að sæta og getum þannig minnka sykurmagnið.
Upplagt að baka og hafa með helgarkaffinu.
Í kökuna notum við tvo banana til að sæta og getum þannig minnka sykurmagnið.
Upplagt að baka og hafa með helgarkaffinu.
- 2 bananar (270g)
- 100g kókosolía, bráðin
- 125g hnetusmjör, fínt
- 1 tsk vanilludropar
- 1 tsk appelsínudropar
- þurrefni:
- 75g (½ b) kókospálmasykur
- 60g (¼ b) dökkt súkkulaði, smátt saxað
- 50g heilar heslihnetur, ristaðar og gróft saxaðar
- 30g (¼ b) kakóduft
- 70g (½ b) spelt
- 100g malaðar ristaðar heslihnetur
- 2 msk appelsínuhýði
- ¼ tsk sjávarsalt
- ½ tsk vínsteinslyftiduft
- ofan á: ca 10 ristaðar heslihnetur, skornar í tvennt og stráð yfir
Byrjið á að setja banana, kókosolíu, hnetusmjör, vanilludropa og appelsínudropa í blandara og blanda saman.
Setjið restina af uppskriftinni í skál og hrærið saman, hellið bananablöndunni yfir og blandið þar til þetta er orðið að deigi.
Setjið í smurt form og stráið heslihnetum yfir.
Bakið í 25-30 mín.