Berjabaka

Haust Kökur

  • Miðlungs
  • Bláberjabaka
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Gott er að nota íslensk bláber og heimalagaða sultu í þessa böku, en hún er líka ljómandi góð með þeim berjum sem til eru hverju sinni. 

Botninn

  • 100g spelt
  • 140g haframjöl
  • 80g möndlur eða heslihnetur, malaðar 
  • 90g hrásykur
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 120 ml kókosolía

Setjið þurrefnin í skál og blandið
Bætið kókosolíunni út í og hnoðið þar til deigið klístrast saman
Notið ¼ af deiginu í hjörtun (setjið deigið milli tveggja bökunarpappírsblaða og rúllið deigið út með kökukefli, notið piparkökumót til að skera út hjörtu eða falleg mynstur)
Geymið hjörtun í kæli. 
Þrýstið nú restinni af deiginu (¾) í botninn á 23 cm kökuformi

Fyllingin

  • 200g bláberjasulta (eða meira ef þarf)
  • 250g bláber, t.d. frosin eða nýtínd
Smyrjið sultu á botninn
Hellið bláberjum yfir sultuna
Leggið hjörtun nú yfir (eða myljið deig yfir)
Bakið við 190°C í 20 - 25 mínútur
Gott er að leyfa pæjunni að kólna aðeins og stífna áður en þið njótið hennar með þeyttum kókosrjóma eða góðum ís