Heimagert súkkulaði

Sælgæti

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Já
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þetta heimagerða súkkulaði má setja í konfektform og inn í frysti eða kæli til að búa til súkkulaðimola, einnig má nota þetta sem súkkulaðisósu eða hjúpsúkkulaði til að dýfa konfektkúlum. Veljið kakósmjör ef þið viljið að súkkulaðið haldist stíft við stofuhita, en kókosolíu ef þetta á að vera mjúkt, t.d. krem eða súkkulaðisósa. 

  • 1 dl hlynsíróp (eða hunang)
  • 2 dl hreint kakóduft (eða RAW kakó)
  • 2 dl kaldpressuð og lífræn kókosolía eða kakósmjör

Látið heitt vatn renna í skál og setjið kókosolíuna/kakósmjörið þar í svo verði fljótandi (kókosolía helst fljótandi yfir 24°C) blandið allri uppskriftinni í skál og hrærið saman. Tilbúið.

Upplagt að setja ýmislegt út í súkkulaðið, s.s. hnetur eða fræ eða rúsínur eða gojiber eða kakónibbur eða..... bara það sem þig langar í.