Hjónabands sæla

Ávextir Bakstur Kökur Vor

 • Hjónabands sæla
 • Vegan: Já

Uppskrift

 • 200g spelt, fínt og gróft til helminga
 • 200g haframjöl
 • 175g kókospálmasykur
 • 1 tsk lyftiduft
 • ½ tsk sjávarsaltflögur
 • ½ tsk kanill
 • 200g vegan smjör, t.d. smörbar smjörlíki, við stofuhita
 • 1 msk vatn
 • 2 dl rabarbarasulta
Setjið speltið, haframjöl, kókospálmasykur, lyftiduft, sjávarsaltflögur og kanil í hrærivélaskál og blandið saman.

Bætið smjörlíkinu út í og látið það blandast inn í mjölið.
Setjið vatnið út í til að ná deiginu saman. 

Hitið ofninn í 180°C.

Smyrjið form með olíu eða smjörlíki.
Þjappið um ¾ hluta af deiginu í botninn, smyrjið sultunni ofan á og myljið restina af deiginu yfir. 

Bakið í 35 mín við 180°C eða þar til sælan er orðin gullin brún og girnileg.Fyrir heimagerða rabarbarasultu:
https://www.himneskt.is/uppskriftir/medlaeti/rabarbara-og-jardaberja-sulta