Uppskrift
- 200g jarðaber
- 110g kókospálmasykur
- 110g vegan smjör
- 125ml jurtamjólk
- ½ tsk sjávarsalt
- 150g haframjöl, malað
- 1 ½ tsk vínsteinslyftiduft
Hitið ofninn í 175°C
Byrjið á að skera
jarðaberin í bita og setjið í skál, stráið 2 msk af kókospálmasykri
yfir, látið standa í 10-15 mín.
Bræðið smjörið og blandið 3 msk af
kókospálmasykri út í ásamt jurtamjólkinni og saltinu.
Malið haframjölið í
matvinnsluvél eða blandara og bætið út í ásamt vínsteinslyftiduftinu.
Hrærið saman og bætið 2/3 af jarðaberjunum út í ásamt safanum af þeim.
Hellið deiginu í smurt form, stráið restinni af jarðaberjunum yfir og
endið á að strá restinni af kókospálmasykrinum yfir.
Bakið við 175°C í
18-20 mín.
Látið kólna í 5 mín og berið fram með ískúlu.