Kókosmolar
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Já
Uppskrift
Þessir dásamlegu kókosmolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir.
- 3 ½ dl kókosmjöl
- 1¾ dl kókosmjólk (notið bara þykka partinn af kókosmjólkinni, setjið dósina inn í ísskáp og þá stífnar hún að hluta til og hægt er að taka stífa partinn með skeið)
- ½ dl agavesíróp
- 1 msk kókosolía
- nokkur sjávarsaltkorn
- 200g dökkt súkkulaði
Setjið allt nema súkkulaðið í matvinnsluvél og blandið þar til þetta verður að þykkri og svolítið klístraðri fyllingu.
Gott er að setja fyllinguna í smá stund inn í ísskáp og láta stífna svo auðvelt sé að móta kúlur.
Geymið kúlurnar í frystinum/kæli á meðan súkkulaðið er brætt, þannig verður húðunin auðveldari.
Bræðið dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði.
Dýfið köldum kúlum í súkkulaðið og leggið á grind/bökunarpappír og látið storkna.
Geymið í kæli/frysti.