Litlar afmæliskökur

Sælgæti

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Nei
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

 • 5 dl kornflögur
 • 1 dl hlynsíróp
 • ½ dl hnetusmjör
 • ½ dl kókosolía eða bráðið kakósmjör
 • ½ dl kakóduft

Bræðið kókosolíu með því að láta heitt vatn renna á krukkuna, eða kakósmjör yfir vatnsbaði. Setjið allt nema hrísflögurnar í matvinnsluvél og blandið. Hrærið hrísflögunum út í kremið með skeið. Setjið í lítil pappaform og látið storkna í frysti í minnst 15 mín. Geymist best í kæli eða frysti, sérstaklega þegar notuð er kókosolía. Ef þið notið kakósmjör haldast kökurnar stífari við stofuhita.