Mandarínu og ólífuolíu kaka

Ávextir Kökur Vetur

  • Miðlungs
  • mandarínu ólífuolíu kaka vegan
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

  • Mandarínu og ólífuolíukaka

  • ¾ b ólífuolía
  • ½ b eplamauk
  • ½ b jurtamjólk
  • safi og hýði af 2 meðalstórum mandarínum
  • 1 ½ b hrásykur
  • 2 b spelt
  • 1 ½ tsk vínsteinslyftiduft
  • ½ tsk matarsódi
  • ½ tsk kardemommur, malaðar
  • ½ tsk engiferduft
  • 1 tsk sjávarsaltflögur
  • Mandarínusýróp

  • 50 ml hlynsíróp
  • 120 ml mandarínusafi

Kakan

Setjið í hrærivél: ólífuolíu, eplamauk, jurtamjólk, safa og hýði af mandarínum og hrásykur.

Látið blandast vel saman.

Sigtið spelt og látið í skál ásamt vínsteinslyftiduft, matarsóda,
kardemommum, engiferdufti og sjávarsalti, blandið saman.

Hellið þurrefnunum út í hrærivélina og blandið létt, svo deigið verði loftkennt, þá svo kakan verði frekar létt, ef of mikið hrært þá verður kakan frekar klesst.

Setjið deigið í smurt form, um 26 cm í þvermál, bakið við 175°C í 40 mínútur.

Látið kólna og berið fram með mandarínusírópi

Mandarínusíróp

Setjið allt í pott og látið suðuna koma upp, lækkið hitann og látið malla við vægan hita í 8-10 mínútur.