Konfektmolar

Sælgæti Vetur

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessir dásamlegu marsípanmolar eru einfaldir og ljúffengir. Gott nammi til að eiga í frystinum.

 • 150g lífrænar möndlur frá Himneskt
 • 1 dl agavesíróp
 • 1 dl lífræn kókosolía, fljótandi
 • ½ - 1 tsk möndludropar
 • 1 tsk vanilla
 • ¼ tsk sjávarsalt
 • 200g gott súkkulaði

Setjið allt nema súkkulaðið í matvinnsluvél og blandið þar til verður að mauki. Ef matvinnsluvélin er ekki kröftug getur verið gott að mala möndlurnar fyrst í vélinni og bæta svo restinni út í. Úr verður einskonar marsípan.

Setjið marsípanið í frysti í 15-30 mín svo það stífni því þá er mikið auðveldara að rúlla úr því kúlur. Það má alveg frysta lengur ef hentar, og þá deigið enn viðráðanlegra.

Búið til kúlur úr marsípaninu. Gott er að geyma kúlurnar í frystinum á meðan súkkulaðið er brætt svo kúlurnar séu vel kaldar þegar á að byrja að hjúpa.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði – gott að hafa hitann ekki of háan svo súkkulaðið hitni ekki of mikið, heldur bara rétt bráðni, þá fær konfektið fallegan gljáa.

Notið gaffal og skeið til að dýfa kúlunum ofan í súkkulaðið, leggið svo á bökunarpappír til að stífna. 

Molarnir geymast best í kæli/frysti og eru ljómandi góðir beint úr kælinum.