Salthnetubitar

Sælgæti Vor

  • Miðlungs
  • Páskakonfekt
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Konfektgerð er skemmtileg fyrir páska. Þessir dásamlegu salthnetumolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir.

  • 200g döðlur, smátt saxaðar
  • 2 ½ dl salthnetur eða ristaðar möndlur
  • 1 ¼ dl hnetusmjör
  • 1 msk kókosolía
  • 1 msk agavesíróp
  • 1 tsk vanilla
  • ¼ tsk sjávarsalt 
  • 200g dökkt súkkulaði

Setjið döðlur, kókosolíu, síróp, vanillu og salt í matvinnsluvél og maukið. Bætið hnetusmjöri út í og blandið. Að síðustu bætum við hnetunum/ristuðu möndlunum út í. 

Snjallt er að þrýsta deiginu í form og kæla í frysti. Skera síðan í passlega bita.

Bræðið dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði.

Dýfið köldum hnetubitum í súkkulaðið með gaffli, leyfið auka súkkulaðinu aðeins að leka af áður en sett er á grind eða bökunarpappír til að stífna.

Geymist best í kæli eða frysti.