Snickerskaka
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Hráfæði: Já
- Viðbættur sykur: Já
Uppskrift
Botninn
- 100g möndlur
- 100g döðlur
- smá salt
- 1 tsk vanilla
- 1 dl lífrænt hnetusmjör gróft
- 1 tsk maca duft
- 1 msk kókosolía, fljótandi
Blandið saman möndlum og döðlum í matvinnsluvél. Restinni af uppskriftinni er síðan bætt út í og öllu blandað saman. Þjappið í form. Stráið 1 ½ - 2 dl af salthnetum ofan á og setjið svo botninn í frysti á meðan þið útbúið karamelluna og súkkulaðið.
Karamellan
- 1 ½ dl hlynsíróp
- 1 dl kókosolíu
- 1 dl hnetusmjör
- ½ tsk gróft sjávarsalt
- 1 tsk kakóduft
Allt sett í blandara og blandað saman á lágum hraða. Karamellunni er síðan hellt yfir botninn og salthneturnar.
Súkkulaðið
- ½ dl kókosolía, fljótandi
- ½ dl kakóduft
- örlítið salt
- fimm dropar af steviu
- fimm dropar af súkkulaðidropum (t.d. Medicine Flower sem fást í heilsubúðum, en má sleppa)
Hrærið öllu saman í skál og hellið yfir karamelluna. Setjið aftur inn í frystinn í smá stund til að leyfa súkkulaðinu að storkna.