Snikkersbitar

Kökur

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Já
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessir fljótlegu snikkersbitar slá alltaf í gegn! Molarnir eru ljúffengir og saðsamir og uppskriftin gerist ekki einfaldari. 

 • Botn:
 • 150g döðlur 
 • 125g pekanhnetur 
 • ¼ tsk sjávarsalt 

 • Millilag:
 • ¾ -1 krukka gróft hnetusmjör 
 • 1-2 msk hlynsíróp - ef vill, má sleppa

 • Súkkulaðikrem: 
 • 1 dl kakóduft 
 • 1 dl kókosolía 
 • ½ dl hlynsíróp
Botn
Setjið döðlur, pekanhnetur og salt í matvinnsluvél og maukið þar til klístrast vel saman.
Setjið bökunarpappír í form, hellið deiginu í og þjappið niður. (Notið

25x35 cm form fyrir þunna bita, eða mun minna form fyrir þykkari bita).
Setjið í frysti á meðan þið gerið millilagið og súkkulaðið tilbúið. 


Millilag
Blandið hnetusmjöri og hlynsírópi saman ef þið viljið hafa hnetusmjörið sætt. Það má alveg nota hnetusmjörið hreint líka, fer eftir smekk.
Smyrjið hnetusmjörinu á botninn og geymið inni í frysti rétt á meðan þið finnið súkkulaðikremið til.

Súkkulaðikrem
(Hægt er að bræða dökkt lífrænt súkkulaði í staðinn fyrir að búa til krem, en kosturinn við kremið er að það er mýkra).
Bræðið kókosolíuna yfir vatnsbaði, t.d. er hægt að láta krukkuna standa í heitu vatni í smá stund. Þegar hún er bráðin, hellið þá hlynsírópinu út í og hrærið síðan kakóduftinu út í.
Hellið kreminu yfir kökuna og stingið inn í kæli.
Skerið svo í litla bita og njótið!