Súkkulaði muffins

Bakstur Muffins

  • 12-15 manns
  • Auðvelt
  • Vegan súkkulaðimuffins
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Nei
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

Vegan súkkulaðimuffins eru tilvalið helgartrít. Hráefnið er lífrænt ræktað og bragðið er gott!

  • 2 ½ dl spelt, fínt og gróft til helminga
  • 1 dl hreint kakóduft
  • 1 ½ tsk vínsteinslyftiduft
  • ¼ tsk sjávarsalt
  • 2 ¼ dl jurtamjólk (eða sódavatn, t.d. til helminga til að létta deigið)
  • 1 ½ dl hrásykur eða kókospálmasykur
  • ¾ dl kaldpressuð kókosolía
  • 1 tsk vanilludropar
  • 50g dökkt súkkulaði
  • 50g ristaðar valhnetur, saxaðar
Hitið ofninn í 180°C svo þið getið sett kökurnar strax inn þegar deigið er tilbúið. Gott er að hafa pappaformin tilbúin í muffinsmótunum áður en þið byrjið að gera deigið.
Setjið spelt, kakó, lyftiduft og salt saman í skál og blandið vel. 
Hrærið saman í annarri skál möndlumjólk/sódavatni, hrásykri og kókosolíu, hellið síðan þessari blöndu varlega saman við þurrefnin. Passið að hræra ekki of mikið, það er galdurinn til að múffurnar takist vel.
Endið á að hræra súkkulaðibitunum og valhnetunum varlega út í.
(Ef þið viljið ekki að súkkulaði- og valhentubitarnir sökkvi allir í botninn getur verið gott að setja smá deig fyrst í botninn á formunum áður en bitunum er hrært út í deigið og setja svo restina af deiginu með súkkulaði- og valhnetubitum ofan í formin). 
Setjið í bréfform og bakið í um 18-20 mín, eða þar til alveg gegnumbakað. 
Takið kökurnar í pappaformum úr muffinsmótunum og leyfið að kólna á grind. U.þ.b. 12-15 nettar kökur.