Súkkulaðimúffur
- Miðlungs
- Vegan: Nei
- Hráfæði: Nei
- Viðbættur sykur: Já
Uppskrift
Súkkulaðimúffur úr möndlusmjöri og eplamauki
- 170g (ein krukka) brúnt möndlusmjör
- 1 ½ dl eplamauk
- 2 egg
- ½ tsk vínsteinslyftiduft
- ½ dl kakó
- 2 tsk vanilla
- ¾ tsk kanill
- ½ tsk salt
- 1 tsk eplaedik eða sítrónusafi
- 4 msk hlynsíróp
- 50g dökkt 71% súkkulaði skorið í bita
Hrærið möndlusmjör + eplamauk fyrst saman í matvinnsluvél / hrærivél / blandara og blandið vel saman, bætið svo öllu útí nema súkkulaðinu og blandið aftur. Bætið að lokum súkkulaðinu útí deigið og blandið því með skeið saman við. Deilið jafnt í u.þ.b. 10 múffuform. Bakið við 190°C í 15 mínútur.