Vegan súkkulaðikaka

Kökur

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Nei
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

Þessi mjúka súkkulaðikaka er bæði góð með kremi og kremlaus. Uppskriftin gefur eina minni köku, fyrir stóra köku má tvöfalda uppskriftina. 

 • 2 dl haframjólk
 • ½ dl sterkt kaffi (eða meiri haframjólk)
 • 1 ½ dl hrásykur
 • ¼ dl kókosolía, mjúk eða bráðin
 • 2 ½ dl spelt, fínt og gróft til helminga
 • 1 dl hreint kakóduft
 • 1 ½ tsk lyftiduft
 • ¼ tsk sjávarsalt flögur
Hitið ofninn í 180°C. Setjið haframjólk, kaffi, hrásykur og kókosolíu í hrærivél og hrærið saman. Bætið restinni út í og hrærið í skamma stund, þar til kekklaust. Setjið í fallegt kökuform, um 23 cm, og bakið í 18-20 mín, eða þar til alveg gegnumbökuð. 

Krem (dökkt)

 • 1 dl kakóduft
 • ¾ dl hlynsíróp
 • ½ dl kókosolía
 • ½ - 1 tsk vanilludropar
Hrærið öllu saman, t.d. í hrærivél og smyrjið á kökuna þegar hún hefur kólnað. Stráið vel af kókosmjöli yfir.

Smjörkrem

 • 1 dl smjör, t.d. jurtasmjör frá Earth balance (fæst í Hagkaup)
 • ½ dl hrásykur
 • ½ dl hlynsíróp
 • ½ dl kakóduft
 • ½ - 1 tsk vanilludropar

Hrærið öllu saman í hrærivél og smyrjið á kökuna þegar hún hefur kólnað. Stráið vel af kókosmjöli yfir. Ef kremið er of lint má stinga því í kælinn í smá stund til að leyfa því að stífna.