Vegan súkkulaðimús

Frauð

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Ofur einföld uppskrift að vegan súkkulaðimús. Aðeins tvö hráefni. Mjög góð borin fram með fullt af ferskum berjum. 
  • 1 peli AITO jurtarjómi 
  • 50g  71% súkkulaði frá Himneskt

Þeytið jurtarjómann í hrærivél, virkar ekki jafn að handþeyta. Fylgist vel með að þeyta ekki of mikið.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.

Kælið súkkulaðið í smá stund og hrærið síðan rólega saman við rjómann í hrærivélinni. Passið aftur að hræra ekki of mikið.