Fræbrauð

Brauð og bakstur

 • Miðlungs
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Nei
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þetta matarmikla brauð er gott að sneiða niður og frysta, þá er auðvelt að taka út eina og eina sneið til að skella í brauðristina. Þeir sem vilja geta skipt út hluta af fræjunum fyrir hnetur, eftir smekk. Lykilatriði er að hafa alltaf psyllium husk og chiafræ í uppskriftinni, því að þetta er það sem heldur brauðinu saman.

 • 5 ½ dl haframjöl (notið glútenlaust ef þarf)
 • 9 dl blönduð fræ (t.d. sólblómafræ, hampfræ, graskersfræ og hörfræ)
 • 3 ¼ dl möndlur
 • 1 ¼ dl psyllium husk
 • 1 dl möluð chiafræ
 • 1-2 tsk sjávarsaltflögur
 • ½ dl jómfrúar ólífuolía
 • 7 ½ dl vatn
 • 2 msk hlynsíróp 
 • (eða hunang - ath notist bara ef ekki vegan)
Í þetta brauð er gott að nota blöndu af sólblómafræjum, hampfræjum, graskersfræjum og hörfræjum (um 2 ¼ dl af hverri tegund). Þó er í góðu lagi að nota þau fræ sem þið eigið til í eldhúsinu, eða finnst best. 
Grófsaxið möndlurnar. Setjið þurrefnin saman í skál og blandið saman.
Bætið því sem eftir er af uppskriftinni út í og blandið vel saman, látið standa í um 30 mín. við stofuhita.
Bakið við 180°C í 30 mín, takið brauðið úr forminu og ljúkið við að baka það í 30-35 mín. 
Mjög mikilvægt er að kæla brauðið alveg áður en það er skorið, t.d. setja fyrst í kæli. Brauðið geymist í 5-7 daga í kæli. Mjög sniðugt er að frysta brauðið niðurskorið, þá er svo lítið mál að skella því í brauðristina