Árstíðirnar


Rabarbarasulta með döðlum í stað sykurs

Vor

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Nei
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

  • 1 kg niðurskorinn rabarbari – ungu leggirnir eru bestir
  • 500 g döðlur
  • 500 g sveskjur
  • 1 vanillustöng
  • (engiferbútur ef vill)

Byrjið á að leggja döðlur og sveskjur í bleyti. Þrífið rabarbarann og skerið í bita. Hellið vatninu af þurrkuðu ávöxtunum og skellið öllu í pott. Allt soðið saman við vægan hita í um 30-50 mínútur. Ef ykkur finnst þetta þurrt í pottinum má alveg bæta við smá vatni. Gott er að sjóða lítinn engiferbút með, hann gefur skemmtilegt kryddað bragð sem fer vel með rabarbaranum.