Sætindi

Fyrirsagnalisti

Súkkulaði smákökur - Smákökur Vetur (Jól)

Frábærar jólakökur fyrir þá sem eru hrifnir af súkkulaði. Bakaðar úr lífrænt ræktuðu hráefni. 


Hafra- og heslihnetukökur - Smákökur Vetur (Jól)

Ljúffengar haframjöls-smákökur með heslihnetum og súkkulaðibitum. Ekta aðventukökur.

Kókosmolar - Sælgæti Vetur (Jól)

Konfektgerð er skemmtilegur siður fyrir jólin. Þessir dásamlegu kókosmolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir. Tilvalið föndur fyrir fjölskyldustund. 


Marzípanmolar - Sælgæti Vetur (Jól)

Konfektgerð er skemmtilegur siður fyrir jólin. Þessir dásamlegu marzípanmolar eru einfaldir og ljúffengir. Tilvalið föndur fyrir fjölskyldustund. 

Súkkulaðibitakökur - Smákökur Vetur (Jól)

Í þessar dýrindis smákökur notum við 71% súkkulaðið okkar, sem er fairtrade vottað. Ef ykkur langar til að nota sætara súkkulaði eins og hefðbundið baksturssúkkulaði, þá mælum við með því að minnka aðeins sykurinn í uppskriftinni á móti, svo kökurnar verði passlega sætar.

Hnetusmjörs smákökur - Smákökur Vetur (Jól)

Ljúffengar hnetusmjörs smákökur, glútenlausar og vegan. 

Hnetusmjörskúlur - Sælgæti Vetur (Jól)

Konfektgerð er skemmtilegur siður fyrir jólin. Þessir dásamlegu hnetusmjörsmolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir. Tilvalið föndur fyrir fjölskyldustund. 

Salthnetubitar - Sælgæti Vetur (Jól)

Konfektgerð er skemmtilegur siður fyrir jólin. Þessir dásamlegu salthnetumolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir. Tilvalið föndur fyrir fjölskyldustund. 

Hafrakökur - Smákökur Vetur (Jól)

Þessar ljúffengu hafrakökur eru frábærar núna á aðventunni, ekki alveg jafn dísætar og jólasmákökurnar, en fínar fyrir þá sem langar í kósý bakstursstund í skammdeginu. Upplagt er að nota holla fitugjafa í baksturinn, við notum ólífuolíu og möndlusmjör í þessa uppskrift, og útbleytt chiafræ til að binda kökurnar saman. Nú er um að gera að hafa það huggulegt.

Kanilsnúðar - Brauð og bakstur Vetur (Jól)

Í skammdeginu er tilvalið að baka mjúka kanilsnúða og fá ljúfan ilm í eldhúsið. Þessir snúðar eru vegan og því er notuð kókosolía í staðinn fyrir smjör. Þeir sem vilja fá smjörkeim geta notað vegan smjör, t.d. frá Earth balance í staðinn, það kemur mjög vel út. Við völdum kókospálmasykur í fyllinguna því okkur finnst hann blandast sérlega vel með kanilnum og gefa góðan keim. 

Vegan súkkulaðikaka - Kökur Vetur (Jól)

Þessi mjúka súkkulaðikaka er bæði góð með kremi og kremlaus. Uppskriftin gefur eina minni köku, fyrir stóra köku má tvöfalda uppskriftina. 

Súkkulaði avókadó terta - Kökur

Þessi ljúffenga avókadó súkkulaðiterta hreinlega bráðnar í munni! Tertuna er ofureinfalt að útbúa, enda bara 4 innihaldsefni sem til þarf. Í kremið notum við avókadó og súkkulaðið frá Himneskt sem er vönduð hágæða vara, lífrænt og fairtrade vottað. Fyrir þá sem vilja hafa tertuna vegan hentar að nota 71% dökkt súkkulaði, piparmyntu- eða möndlusúkkulaðið. Tertan er dásamleg borin fram með ferskum berjum, eða frosnum.    
  

Avókadó trufflur - Sælgæti Vetur (Jól)

Dásamlega rjómakenndar súkkulaðitrufflur gerðar úr avókadó, sem gefur trufflunum lungamjúka áferð.

Berjabaka - Haust Kökur

Gott er að nota bláber og heimalagaða sultu í þessa böku, en hún er líka ljómandi góð með þeim berjum sem til eru hverju sinni. 

Rabarbara eftirréttur - Kökur Sumar

Ef þið eigið ennþá rabarbara í garðinum er upplagt að nýta hann í ljúffengan eftirrétt, með haframjöli og kanil. Bestur borinn fram volgur með góðum ís eða rjóma (t.d. kókosrjóma).

Heimagert súkkulaði - Sælgæti

Þetta heimagerða súkkulaði má setja í konfektform og inn í frysti eða kæli til að búa til súkkulaðimola, einnig má nota þetta sem súkkulaðisósu eða hjúpsúkkulaði til að dýfa konfektkúlum. Veljið kakósmjör ef þið viljið að súkkulaðið haldist stíft við stofuhita, en kókosolíu ef þetta á að vera mjúkt, t.d. krem eða súkkulaðisósa.