Súkkulaðikaka með saltri karamellu

Kökur Vetur

  • Miðlungs
  • Vegan: Nei
  • Hráfæði: Nei
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Nei
  • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

Súkkulaðikakan

  • 150g dökkt súkkulaði
  • 150g kókosolía/smjör
  • 250g kókospálmasykur
  • 3 egg
  • 1 tsk vanilla
  • 100g spelt eða glútenlaust mjöl
  • 1 dl valhnetur, smátt saxaðar

Byrjið á að bræða súkkulaðið og kókosolíuna/smjörið yfir vatnsbaði og látið aðeins kólna. Hrærið eggjunum útí ásamt hrásykrinum/kókospálmasykrinum vanillunni og speltinu. Setjið bökunarpappír í form og hellið deiginu útí. Setjið karamellu útá ásamt valhnetum. Bakað í 22 mín við 165°C

 

Sölt karamella

  • 2 msk möndlusmjör
  • ⅓ dl kókosolía
  • ⅔ dl hlynsíróp, hunang eða kókospálmasykur
  • 1 tsk sjávarsalt

Allt sett í blandara og blandað vel saman