Súkkulaði Fudge

  • Auðvelt
  • Heimagert súkkulaðifudge
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Heimagert lífrænt súkkulaðifudge sem svalar súkkulaðiþörfinni þegar hún hellist yfir.
Við notum bæði möndlusmjör og tahini, sem gefa góða áferð, holla fitu og ýmis næringarefni. Að auki notum við annað hvort kókosolíu eða kakósmjör, eftir því hvaða áferðareiginleikum við erum að sækjast eftir. Ef ætlunin er að bera súkkulaðið á borð fyrir gesti er snjallt að nota kakósmjör því það er stífara við stofuhita og heldur sér betur. En þegar við erum að laga súkkulaði til að eiga í frystinum (hugsað til að laumast sjálf í einn og einn mola) þá gefur kókosolían betri áferð. Hún er á mörkum þess að vera fljótandi við stofuhita (ef stofan er hlý) og því bráðnar súkkulaðið ef það stendur lengi á borðinu. Molarnir eru passlega mjúkir nýkomnir úr frystinum. 

  • 2 msk möndlusmjör
  • 2 msk tahini
  • ½ dl kókosolía eða kakósmjör
  • 3 msk ekta hlynsíróp
  • 1 dl kakóduft
  • 1 tsk vanilluduft eða dropar
  • ¼ tsk sjávarsalt
  • ef vill: 1 dl saxaðar hnetur eða þurrkaðir ávextir

Setjið möndlusmjör, tahini, kókosolíu/kakósmjör og hlynsíróp í pott og hrærið saman þar til kekklaust. Passið að hafa mjög vægan hita. (Má líka setja í matvinnsluvél og mauka).Setjið kakóið og kryddið út í og hrærið saman.Endið á að setja heil mórber eða saxaðar hnetur út í, ef þið viljið.Takið af hellunni og setjið í lítil konfektform eða í eitt stórt form.Setjið inn í frysti og látið stífna. Skerið í minni bita og njótið!