Bleikar pönnukökur

Bakstur

  • Miðlungs
  • Bleikar vegan pönnukökur
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Hvernig væri að baka bleikar pönnsur um helgina? Við bökum þessar úr lífræna ítalska speltinu okkar og litum með rauðrófusafa.

Uppskriftin er án eggja og mjólkur og hentar því bæði þeim sem eru með ofnæmi og þeim sem velja plöntufæði. Deigið er ögn viðkvæmara en hefðbundið deig þar sem það er eggjalaust. Trixið er að setja deigið í blandara í ½ mínútu, þannig helst deigið vel saman.

  • 3.5 dl lífrænt fínt spelt
  • 5.5 dl haframjólk
  • 1 dl rauðrófusafi
  • ½ tsk sjávarsalt
  • 2 msk kókosolía
  • 3 msk kókospálmasykur
Setjið allt í blandara og blandið í u.þ.b. 30 sek.
Setjið smá olíu á pönnu, svo deigið á og veltið pönnunni fram og tilbaka svo deigið dreifist.
Bakið í 1-2 mín á hvorri hlið.
Gott að bera fram með ferskum berjum og þeyttum rjóma, t.d. jurtarjóma, eða rúlla upp með hrásykri á gamla mátann.