Bananasnúðar með límónuglassúr

Bakstur

  • Auðvelt
  • vegan snúðar með límónuglassúr
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Ljúffengir bananasnúðar með límónuglassúr og pistasíuhnetum. Upplagt að baka með helgarkaffinu.

  • 6 g þurrger
  • 1 msk jurtamjólk
  • 1 msk jurtasmjör
  • 150g banani, afhýddur og stappaður
  • 200g spelt
  • 1 tsk sjávarsaltflögur
  • Inn í: 
  • 3 msk brætt smjör
  • 3 msk hrásykur
  • 1 msk kanill
  • Glassúr:
  • 2 msk límónusafi
  • 2 msk límónuhýði
  • 1 msk jurtasmjör
  • ½ tsk sjávarsaltflögur
  • ¼ tsk sítrónudropar
  • 200g flórsykur

Bræðið matskeið af jurtasmjöri í potti og setjið jurtamjólkina út í, þegar blandan er u.þ.b. 30°C þá hrærið þið þurrgerinu út í og látið það leysast upp.

Setjið stappaðan bananan í skál, blandið gerblöndunni út í og bætið svo speltinu út í, hnoðið til að búa til deig.

Bætið smá meira spelti út í ef með þarf, deigið á að vera klístrað, en reynið að hnoða deigið eins lítið og þið komist upp með, því þá verða snúðarnir léttari. 

Stráið spelti á borðflöt og rúllið deiginu út í ca 20x40cm.

Hrærið saman bræddu smjöri, hrásykri og kanil og pennslið ofan á deigið.

Rúllið deiginu upp í lengju, skerið í ca 12-15 bita.

Smyrjið eldfast form og raðið snúðunum í. Látið hefast í 40-45 mínútur.

Hitið ofninn í 180°C.

Bakið við 180°C í 20-25 mínútur. 

Hrærið glassúrnum saman og hellið yfir nýbakaða snúðana.