Drykkir

Fyrirsagnalisti

Súkkulaði hnetusmjörs lúxus - *VEGANÚAR* Hristingar

Þessi er sérstaklega ætlaður aðdáendum hnetusmjörs og súkkulaðis, algjör lúxus drykkur.
Hnetusmjörið gefur dásamlegt bragð, ásamt próteinum og góðri fitu. Frosinn banani gerir drykkinn sætan og blómkálið gefur ljúfa áferð. Þessi slær í gegn!


  • 3 dl vatn 
  • 4 msk hreint hnetusmjör, lífrænt 
  • 2 msk hreint kakóduft, lífrænt
  • 1 dl frosið blómkál
  • 2 frosnir bananar (í sneiðum eða bitum svo blandarinn ráði við verkið)
  • ¼-½ tsk vanilla 
  • 2 döðlur

Berjasjeik með brokkolí - *VEGANÚAR* Hristingar

Mildur og fjölskylduvænn berjasjeik með brokkolí og avókadó.
Hægt er að laga hann að smekk, t.d. vilja sumir hafa sjeikana sína sætari á bragðið, þeir setja þá meira af banana eða bæta 2-3 döðlum við. Fyrir minna sætan sjeik má setja avókadó í staðinn fyrir bananann.