Himnesk hörfræolía
Beint frá sveitabænum Nyborggård á Vestur-Jótlandi í Danmörku.
Á bænum Nyborggård búa Søren og Vibeke Jensen ásamt börnum sínum tveim. Þar stunda þau lífrænan búskap og rækta hörfræ, hampfræ og repju.
Þegar við hjá Himneskt vorum að byrja að versla hörfræolíu af fjölskyldunni á Nyborggård gátum við ekki pantað meira en 2 bretti í einu. Þetta var vegna þess að þau keyrðu flöskurnar sjálf að bryggjunni í litla sendibílnum sínum og það komust bara 2 bretti fyrir í honum.
Søren ólst upp á Nyborggård og tók virkan þátt í vinnunni á bænum í æsku. Foreldrar hans, bændurnir Johannes og Korna, skiptu yfir í lífræna ræktun árið 1999 og hófu ræktun á hörfræjum til framleiðslu á kaldpressaðri hörfræolíu nokkrum árum síðar, en sú hugmynd fæddist þegar Korna lagði stund á nám í næringarfræði.
Árið 2016 tók Søren síðan alfarið við búinu og heldur þessari fallegu fjölskylduhefð áfram.
Hér sjáið þið myndir frá Nyborggård, sem sýna akurinn allt frá því að Søren sáir fyrir hörfræjunum, þar til fræin eru tilbúin til vinnslu. Hann tappar síðan olíunni á flöskur og sendir lífrænu kaldpressuðu hörfræolíuna sína beint til okkar.
Photo credit: Tine Bloch Søe.
Søren leggur mikið upp úr því að fylgja vörunni alla leið "fra jord til bord" til að halda gæðunum sem mestum. Hann kaldpressar fræin við bestu aðstæður í endurbyggðri hlöðunni, þar sem olían er vernduð fyrir sólarljósi og súrefni í öllu ferlinu. Olíunni er strax tappað á dökkar glerflöskur sem verndar hana frá skaða sólarljóss, og flöskurnar settar í pappaöskju. Flöskurnar fara síðan beint í kæli og er kæliferlið óslitið allt þar til varan er komin í verslanir. Með þessari vinnsluaðferð haldast gæðin sem best og til verður bragðgóð olía af háum gæðum. Hörfræolían frá Nyborggård er seld í heilsubúðum í Danmörku og svo á Íslandi undir merkjum Himneskt.
Hörfræolían er rík af omega-3 fitusýrum (um 61%). Í olíunni finnast einnig omega-6 (um 13%) og omega-9 (um 15%) fitusýrur.
Himneska hörfræolían fæst í öllum verslunum Bónus og Hagkaups, þið finnið hana í kælinum.