Himnesk hörfræolía

Beint frá sveitabænum Nyborggård á Vestur-Jótlandi í Danmörku.

Á bænum Nyborggård búa Søren og Vibeke Jensen ásamt börnum sínum tveim. Þar stunda þau lífrænan búskap og rækta hörfræ, hampfræ og repju. 

Screenshot-2019-04-30-at-12.10.28

Þegar við hjá Himneskt vorum að byrja að versla hörfræolíu af fjölskyldunni á Nyborggård gátum við ekki pantað meira en 2 bretti í einu. Þetta var vegna þess að þau keyrðu flöskurnar sjálf að bryggjunni í litla sendibílnum sínum og það komust bara 2 bretti fyrir í honum.

Søren ólst upp á Nyborggård og tók virkan þátt í vinnunni á bænum í æsku. Foreldrar hans, bændurnir Johannes og Korna, skiptu yfir í lífræna ræktun árið 1999 og hófu ræktun á hörfræjum til framleiðslu á kaldpressaðri hörfræolíu nokkrum árum síðar, en sú hugmynd fæddist þegar Korna lagði stund á nám í næringarfræði.
Árið 2016 tók Søren síðan alfarið við búinu og heldur þessari fallegu fjölskylduhefð áfram.

32089433_1235595883243361_3549081890734473216_o

Hér sjáið þið myndir frá Nyborggård, sem sýna akurinn allt frá því að Søren sáir fyrir hörfræjunum, þar til fræin eru tilbúin til vinnslu. Hann tappar síðan olíunni á flöskur og sendir lífrænu kaldpressuðu hörfræolíuna sína beint til okkar.

36575353_1277805222355760_5292205612040454144_o

36561593_1277805499022399_4999258915121135616_o

36514081_1277807032355579_5808460320242401280_o

36533455_1277804802355802_8590113666366439424_o

38879513_1320514788084803_2140859734687744000_o

38775095_1320514674751481_2879234062491320320_o

46104951_1393142994155315_3250072366440513536_o_1556534744462

Horfrolia

Photo credit: Tine Bloch Søe.


Søren leggur mikið upp úr því að fylgja vörunni alla leið "fra jord til bord" til að halda gæðunum sem mestum. Hann kaldpressar fræin við bestu aðstæður í endurbyggðri hlöðunni, þar sem olían er vernduð fyrir sólarljósi og súrefni í öllu ferlinu. Olíunni er strax tappað á dökkar glerflöskur sem verndar hana frá skaða sólarljóss, og flöskurnar settar í pappaöskju. Flöskurnar fara síðan beint í kæli og er kæliferlið óslitið allt þar til varan er komin í verslanir. Með þessari vinnsluaðferð haldast gæðin sem best og til verður bragðgóð olía af háum gæðum. Hörfræolían frá Nyborggård er seld í heilsubúðum í Danmörku og svo á Íslandi undir merkjum Himneskt. 

Hörfræolían er rík af omega-3 fitusýrum (um 61%). Í olíunni finnast einnig omega-6 (um 13%) og omega-9 (um 15%) fitusýrur.​


Himneska hörfræolían fæst í öllum verslunum Bónus og Hagkaups, þið finnið hana í kælinum. 

31948946_1235587643244185_1256106118208290816_o