Árstíðirnar


Árstíðirnar

Fyrirsagnalisti

Rabarbara og jarðaberja sulta - Sultur Vor

Sultan sem við deilum með ykkur í dag er blanda af rabarbara og jarðaberjum, okkur finnst bragðið fara dásamlega vel saman. Sultuna notum við ofan á ristað brauð, í hjónabandssælur og kökur, en uppáhaldið okkar er eiginlega að setja smá slettu út á morgungrautinn eða út á jógúrt. Svo er líka gott að hafa hana eins og sósu með köku eða ís.

Við notum jarðarber á móti rabarbaranum til að gera sultuna sætari, án þess að nota hefðbundið magn sykurs. Snjallt er að nota frosin jarðarber, þau eru bæði ódýrari en fersk og oft eru þau einnig sætari á bragðið.

Þar sem sultan inniheldur minni sykur en hefðbundin sulta geymist hún ekki jafn lengi. Geymist í vel lokuðum ílátum í kæli í um 4 vikur.


Rabarbara eftirréttur - Kökur Sumar Vor

Ef þið eigið rabarbara í garðinum er upplagt að nýta hann í ljúffengan eftirrétt, með haframjöli og kanil. Bestur borinn fram volgur með góðum ís eða þeyttum jurtarjóma.

Rabarbari og grasker - Salöt og grænmeti Sumar

Rabarbari er ekki bara góður í sultur og deserta, hann er einnig afbragðs góður í matargerð. Hér bökum við hann í ofni ásamt graskeri, en það má líka nota sæta kartöflu í staðinn fyrir graskerið. Þetta er gott sem meðlæti eða jafnvel uppistaða í gott sælkerasalat. Nú er um að gera að stökkva út í garð og grípa nokkra fallega rabarbaraleggi í matinn.

Hindberja ís - Ís Vetur

Þessi ljúffengi og ferski hindberja ís er frábær eftirréttur eftir góðan mat.

Mjög einfaldur og fljótlegur að útbúa.

Fylltar eggaldinrúllur - Ofnréttir

Ljúffengar eggaldinrúllur með vegan pestó fyllingu. Þessar rúllur eru rosalega góðar á hátíðarborðið! Geta bæði verið aðalréttur með góðu meðlæti, eða verið meðlæti með góðum aðalrétt. 


Rabarbara- og jarðaberjasulta - Vor

Í þessa uppskrift má nota aðra ávexti þegar rabarbarar og jarðaber fást ekki. Hægt er að sjóða rabarbarana ef vill, en einnig má nota ferska eða frosna ávexti í þessa sultu.

Mangó ís - Ís Vor

Ljúffengur og einfaldur mangóís.


Jarðaberja þeytingur - Ís Sumar

Þessi jarðaberjaþeytingur er svo ljúffengur, frábær vorlegur desert.

Útivistar stykki - Orkustykki Sumar

Mjög einföld og góð orkustykki til að taka með í útivist. Sniðugt að nota þær hnetur, möndlur og fræ sem þið eigið til heima.

Grænmetisbuff m/kapers sósu - Buff og falafel Sumar

Þessi buff eru frábær með sumarlegu dill og kapers sósunni okkar. Tilvalið að bera fram með fersku salati.

Í þessi buff er hægt að nota hefðbundið tófú, eða heimagert linsutófú - sjá uppskrift: Linsutófú

Jarðaberja baka - Ávextir Haust Kökur Sumar

Nú eru íslensku jarðaberin komin í búðirnar, og tilvalið að útbúa jarðaberjaböku til að bera fram með góðum ís.

Kúrekakássa úr kjúklingabaunum - Pottréttir Sumar

Einföld máltíð sem er sniðug þegar við viljum eitthvað fljótlegt en gott. Til dæmis tilvalið að græja í útilegu yfir prímusnum.Gott að bera fram með góðu brauði, t.d. naan brauði, pítubrauði eða í vefju.


Pastasalat - Pasta og pizzur Sumar

Vorlegt pastasalat


Mojito íspinnar - áfengislausir og lífrænir - Ís Sumar

Sérlega einfaldir og sumarlegir frostpinnar. 

Hundasúrupestó - Hummus og álegg Sósur, pestó og chutney Sumar

Hundasúrur er gaman að tína upp í munn, en þær eru líka ótrúlega skemmtilegar í matargerð, okkur finnst þær hið mesta sælkerahráefni. Hér höfum við sumarlegt súrupestó sem er gott út á salöt, pasta, pizzur eða sem álegg á brauð.

Grískt pastasalat - Pasta og pizzur Sumar

Þessi máltíð er frábær þegar tíminn er naumur. Einfalt, fljótlegt og gott. Passlegt fyrir tvo, en auðvelt að stækka uppskriftina fyrir fleiri.


Himnesktu pastaskrúfurnar eru gerðar úr spelti/heilhveiti sem er ræktað á ökrunum í kringum Montebello klaustrið í Marche, á Ítalíu. Þessir akrar hafa verið ræktaðir um langan aldur án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna. 

Heimalagað límonaði - Kokteilar Sumar

Heimalagað límónaði með engifer og mintu er svalandi sumardrykkur.

Heimagerð BBQ sósa - Sósur, pestó og chutney Sumar

Heimalöguð BBQ sósa er frábær með góðum grillmat.

Ofnbakað grasker - Salöt og grænmeti Vetur

Ofnbakað grasker í þunnum sneiðum er virkilega gott meðlæti.


Valhnetu kaffi kaka - Kökur Vetur

Þessi kaka er mjög góð með kaffinu. Við notum döðlur, valhnetur, ólífuolíu, gríska jógúrt, spelt og fleira gott hráefni í kökuna. Svo hellum við kaffiglassúr yfir áður en hún er borin fram.

Tahini kakó - Haust Heitir drykkir

Ljúffengur og vermandi tahini drykkur, góður þegar aðeins er farið að kólna í veðri. 

Þessi drykkur er mjög einfaldur, aðal uppistaðan er tahini og heitt vatn. Svo bætum við döðlum út í til að sæta og góðum kryddum.

Ratatouille með kartöflumús - Pottréttir Vetur

Þetta dásamlega ratatouille er stútfullt af góðu grænmeti og passar einstaklega vel með ljúffengri heimalagaðri kartöflumús.
Framkvæmdin er einföld og frekar fljótleg, en gott er að hafa í huga að forbaka þarf kartöflurnar fyrir músina með góðum fyrirvara, en þær þurfa 1 - 1½ klst, til dæmis fínt að gera kvöldið áður og geyma í kæli.


Kryddaðar perur - Ávextir Haust

Volgar og mjúkar engiferperur eru tilvalinn hversdags eftirréttur. Dásamlegar bornar fram með þeyttum rjóma eða smá ís. Og jafnvel söxuðum möndlum eða hnetum til að strá yfir. 

Baunasúpa - Haust Súpur

Á sprengidag er hefð fyrir því að elda baunasúpu. Þessi linsubaunasúpa er lífræn og nærandi, ljúffeng og auðveld í framkvæmd.

Kanilsnúðar - Bakstur Brauð og bakstur Haust Vetur

Í skammdeginu er tilvalið að baka mjúka kanilsnúða og fá ljúfan ilm í eldhúsið. Þessir snúðar eru vegan og því er notuð kókosolía í staðinn fyrir smjör. Þeir sem vilja fá smjörkeim geta notað vegan smjör, t.d. frá Earth balance í staðinn, það kemur mjög vel út. Við völdum kókospálmasykur í fyllinguna því okkur finnst hann blandast sérlega vel með kanilnum og gefa góðan keim. 

Linsusúpa með engifer - Haust Súpur Vetur

Upplagt er að nota íslenskar gulrætur þegar þær fást, helst lífrænar, í þessa ljúfu súpu.  
          

Salthnetubitar - Sælgæti Vor

Konfektgerð er skemmtileg fyrir páska. Þessir dásamlegu salthnetumolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir.

Kókosmolar - Sælgæti Vor

Þessir dásamlegu kókosmolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir.


Súkkulaði sætt m/döðlum - Sælgæti Vor

Í þessa uppskrift að páskasúkkulaði notum við döðlur í staðinn fyrir hreinan sykur til að gefa sætt bragð. Virkilega gott súkkulaði úr lífrænt ræktuðu hráefni. Hægt er að gera alveg hreina súkkulaðimola, eða bæta allskyns góðgæti við eins og ristuðum hnetum og fræjum eða rúsínum, ef vill. 

Graskers salat - Salöt og grænmeti Vor

Frábært meðlæti.

Ristaðar möndlur - Snakk Vetur

Jólalegar möndlur. Sniðug heimagerð jólagjöf eða ljúffengt snarl á aðventunni og í jólaboðin. 

Baunasúpa m/grænmeti - Súpur Vetur

Hér höfum við ljúffenga baunasúpu, í grænmetisútgáfu. Ekkert saltkjöt, bara baunir, túkall.

Brauðbollur - Brauð og bakstur Vefjur og brauð Vetur

Fátt er betra en volgar nýbakaðar bollur, smurðar með jurtasmjöri sem bráðnar aðeins. Þessar bollur er tilvalið að bera fram með ilmandi grænmetissúpu.   

Vegan súkkulaði rjómi - Bollur Krem Vetur

Tilvalin fylling í bolludags bollur.


Glassúr - Bollur Krem Vetur

Tilvalinn á bolludagsbollur

Súkkulaði og hnetukaramellu bollur - Bakstur Bollur Vetur

Vegan bolludags bollur úr lífrænt ræktuðu spelti með hnetukaramellu og súkkulaðirjóma.

Fylltar bollur - Bakstur Bollur Vetur

Mjúkar gerbollur úr lífrænu spelti.

Súkkulaði er sett inn í deigið áður en bollurnar eru bakaðar. Þær eru síðan bornar fram með niðurskornum jarðaberjum og þeyttum hafrarjóma. Lokið má skreyta með flórsykri

Orkukúlur - Orkustykki Sælgæti Vor

Þessar einföldu orkukúlur eru frábært nesti í útivistina. Þær eru líka upplagt nammi og virkilega ljúffengar með kaffinu. 

Krydduð sólberjasulta - Haust Sultur

Þessi bragðgóða sólberjasulta inniheldur mun minni sykur en hefðbundnar sultur, en mikið af góðu bragði. Sultan hefur styttra geymsluþol vegna minna sykurmagns svo það getur verið gott að frysta hluta af henni í smærri skömmtum.

Sultan er góð á brauð, út á graut eða jógúrt og líka sem sósa út á ís eða með kökusneið.

Sólberjakökur m hvítu súkkulaði - Bakstur Haust Kökur

Þessar mjúku kökur með hvítu súkkulaði og sólberjum eru dásamlegar volgar úr ofninum. Til að fá smá jafnvægi í kökurnar notum við líka tófú og rauðrófur, en hvíta súkkulaðið, sólberin og kryddin gefa samt sem áður bragðið.

Sultan sem er notuð getur verið heimagerð eða keypt, má vera annarskonar sulta en sólberjasulta. Mjög gott er að hella smávegis af sólberjasultu yfir kökurnar þegar þær eru bornar fram.


Berjadraumur - Ávextir Bakstur Haust Kökur

Í þessa berjapæju má nota rifsber, sólber og jarðaber úr garðinum, eða einfaldlega frosin ber úr búðinni, t.d. góða berjablöndu.

Sykurlaust ketó súkkulaði m/lakkrís - Sælgæti

Sykurlaust súkkulaði með lakkrísduft. Hráefnið er lífrænt og vegan.

Berja mulningur - Dögurður Haust

Berja mulningur er dásamlegur í morgunmat með góðri jógúrt. Frábær í helgar-brunch. Einnig gott sem síðdegishressing.

Notið þau ber sem þið eigið hverju sinni. Frosin ber úr búðinni, eða rifsber, sólber, jarðarber, hindber úr garðinum, eða bláber úr berjamó. Að þessu sinni notuðum við hindber og bláber og nokkur rifsber, það var góð samsetning.
Berja mulningurinn er ekki jafn sætur og berjapæ, því hann er hugsaður sem morgunverður.
Við setjum próteinduft út í til að gera hann saðsamari. Það má sleppa próteinduftinu, en þá er gott að setja ögn af sykri út á berin, því flest próteinduft sæta aðeins.

Berjabaka - Haust Kökur

Gott er að nota íslensk bláber og heimalagaða sultu í þessa böku, en hún er líka ljómandi góð með þeim berjum sem til eru hverju sinni. 

Sykurlaus krækiberjasaft - Haust Safar

Krækiberjasaftin er góður járngjafi, við mælum með frískandi staupi í morgunsárið.

Bláberja og sólberjasulta - Haust Sultur

Þessi bláberja og sólberjasulta er sætt með döðlum. Sólberin gefa gott súrsætt bragð sem blandast vel við mild bláberin. Gott er að hafa í huga að geymsluþolið er styttra fyrir sultur sem ekki eru sættar með hreinum sykri. Hægt er að frysta hluta af sultunni ef geyma á lengi.

Krydduð bláberjasulta - Haust Sultur

Þessi bláberjasulta er þykkt með chiafræjum. Kryddið, mórberin og kókospálmasykurinn gefa sultunni karakter og dásamlegt bragð.
 

Bláberjasulta - Haust Sultur

Þessi sulta inniheldur mun minna af sykri en hefðbundnar sultur og geymsluþolið er því skert. Sulta sem ekki á að borða fljótlega geymist best í frysti.

Sætkartöflubátar - Salöt og grænmeti Sumar

Sætkartöflubátar eru frábært meðlæti en einnig dásamlegir einir og sér með góðri sósu, eins og vegan mayo eða góðu guacamole

Hálfmánar með sætkartöflufyllingu - Brauð og bakstur Ofnréttir Sumar

Þessir hálfmánar eru rosalega góðir. Flottur aðalréttur með salati og góðu spicy mayo, en líka handhægir í nesti eða lautarferð. Fyrir þá sem eru að flýta sér má kaupa tilbúið pizzadeig eða bökudeig, en það er samt ekkert mál að útbúa sitt eigið eftir uppskriftinni hér. 

Jóla ostakaka - Vetur

Þessi jólalega ostakaka er dásamleg í desember.

Piparkökur úr spelti - Vetur

Bragðgóðar piparkökur úr spelti.

Fylltar konfektkúlur - Vetur

Ef þú ert hrifin af dökku súkkulaði og hnetum þá er þetta konfekt eitthvað fyrir þig.

Rúsínukökur - Smákökur Vetur

Vegan smákökur úr Himnesku hráefni. Kókosinn og rúsínurnar fara svo vel saman í þessum dásamlegu smákökum. 

Vegan kökur innblásnar af Sörum - Smákökur Vetur

Sörur eru vinsælar á aðventunni, þegar smákökur eru bakaðar af miklum móð á mörgum íslenskum heimilum. 

Þau sem hafa valið sér vegan lífsstíl, eða hafa ofnæmi fyrir eggjum, borða þó ekki klassískar sörur.
Okkur langaði að spreyta okkur á því að baka eggjalausar kökur sem væru innblásnar af sörum. Eftir smá tilraunastarfssemi fæddist þessi uppskrift og kökurnar eru svaaakalega góðar.

Kökurnar eru eins og áður sagði innblásnar af sörum, en bragðast auðvitað ekki nákvæmlega eins, enda annað hráefni notað. Tilfinningin er samt mjög góð... ...að finna þunnan súkkulaðihjúpinn brotna undan tönnunum, sökkva svo í dásamlegt kaffikrem og enda í mjúkum og pínu karamellukenndum möndlubotni. Fullkomnun!

Hátíðlegt kartöflusalat - Salöt og grænmeti

Kartöflusalat sem passar vel með öllum hátíðlegum mat.

Jóla krans - Tófú Vetur

Jólakransinn er hátíðlegur grænmetisréttur. Tilvalinn fyrir þau sem vilja tilbreytingu frá hnetusteik eða wellington.
Rétturinn stendur alveg einn og sér, en fer einnig vel með hefðbundnu jólameðlæti eins og waldorfsalati, rauðkáli, grænum baunum ofl.

Hægt er að búa til einn stóran hring á fallegu fati fyrir veisluborðið. Önnur leið er að raða fallega beint á minni diska, eins og á veitingastað. 

Smákökur - Smákökur Vetur

Ljúffengar smákökur úr lífrænt ræktuðu hráefni.


Hnetusteik m/linsum - Hnetusteikur Vetur

Klassísk hnetusteik, frábær valkostur á hátíðarborðið.

Hnetusteikur vefja - Hnetusteikur Vefjur Vetur

Milli jóla og nýárs eru oft til allskyns afgangar af jólamat. Rauðkál, grænar baunir, hnetusteik og ýmislegt fleira gott má finna í ísskápnum. Gaman er að breyta afgöngum í nýja máltíð sem gefur aðra stemningu en sjálfur hátíðamaturinn og bragðast aðeins öðruvísi.

Hér gefum við uppskrift að einni vefju, en einfalt er að stækka uppskriftina.

Konfektmolar - Sælgæti Vetur

Þessir dásamlegu marsípanmolar eru einfaldir og ljúffengir. Gott nammi til að eiga í frystinum.

Lakkrís kókos smákökur - Smákökur Vetur

Rosalega góðar smákökur úr lífrænt ræktuðu hráefni, að mestu.


Sveppasósa - Sósur, pestó og chutney Vetur

Sveppasósa er einstaklega góð með grænmetisbuffi eða hnetusteik og hindberjasultu.


Heimalagað rauðkál - Salöt og grænmeti Vetur

Rauðkál er klassískt meðlæti við hátíðarborðið. Heimalagað er auðvitað málið, enda einfalt að útbúa. Þessi uppskrift er mjög bragðgóð og hátíðleg. 

Hnetusmjörskúlur - Sælgæti Vetur

Þessir dásamlegu hnetusmjörsmolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir. Tilvalið föndur fyrir fjölskyldustund. 

Hnetusteik í graskeri - Hnetusteikur Vetur

Skemmtileg aðferð til að bera fram hnetusteik.
Fyrir uppskrift að heimalagaðri hnetusteik smellið á hlekkinn hér.
Annars mælum við með Hagkaups steikinni, ef þið viljið kaupa tilbúna. 


Vegan Tartalettur - Ofnréttir Vetur

Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að útbúa tartalettur úr afgöngum eftir góða veislu. Hér höfum við vegan útgáfuna.


Súkkulaði smákökur - Smákökur Vetur

Frábærar jólakökur fyrir þá sem eru hrifnir af súkkulaði. Bakaðar úr lífrænt ræktuðu hráefni. 


Fljótleg innbökuð hnetusteik - Hnetusteikur Vetur

Fyrir þá sem vilja bjóða upp á vegan valkost á hátíðarborðið, en hafa ekki tíma til að elda hnetusteik frá grunni. Við mælum með Hagkaups steikinni.


Innbökuð hnetusteik - Hnetusteikur

Hnetusteik er vinsæll hátíðarréttur, þessi útgáfa er innbökuð í tertudeig. Uppskriftin gefur tvær innbakaðar steikur, eða eina bera steik. 

Granóla - Vetur

Þessi uppskrift er algjör lúxus. Gott er að nota heimagert súkkulaði granóla út  á margt, t.d. á jógúrt, chiagraut, hafragraut og meira að segja líka út á ís og deserta.
Þetta granóla hentar vel sem jólagjöf, því það er dásamlegt á jóladags morgun.

Hafraklattar - Smákökur Vetur

Notalegt er að baka góðgæti eins og hafraklatta í skammdeginu. Þessir eru úr lífrænt ræktuðum höfrum og spelti.

Möndlu biscotti - Smákökur Vetur

Tvíbökur með möndlum eru gerðar til að dýfa í góðan drykk, til dæmis kaffi, te eða kakó.
Frábærar að eiga á aðventunni, og notaleg heimagerð jólagjöf.
Við notuðum lífrænt Himneskt hráefni í þessar kökur.


Ekta heitt súkkulaði - Heitir drykkir Vetur

Ekta heitt súkkulaði er dásamlegt með piparkökum eða smákökum í skammdeginu og jólaundirbúningnum. Í þessa uppskrift notum við dökkt 71% súkkulaði sem gefur ríkulegt súkkulaðibragð, en hefur minna hlutfall sykurs en hefðbundið bökunarsúkkulaði og er því hóflega sætt á bragðið. Þeir sem vilja vegan kakó nota vegan rjóma, t.d. hafrarjóma, þeytta kókosmjólk eða annan jurtarjóma.


Hnetuturnar með rótarmús - Hnetusteikur

Hnetusteik er vinsæll hátíðarréttur. Hægt er að gera eina stóra steik, eða margar litlar, eins og þessa hnetuturna. Turnarnir eru toppaðir með rótarmús og krydduðum pekanhnetum. 


Sörukaka - Kökur Vetur

Þessi kaka er innblásin af vegan sörum, hún er tilvalin ef tíminn er af skornum skammti.