Vegan mayo (m/aquafaba)

Sósur, pestó og chutney

 • Auðvelt
 • Hreint-mayo
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Hér höfum við vegan útgáfu af heimagerðu mayonesi. Í þessa uppskrift notum við m.a. soð af kjúklingabaununum (vökvinn sem umlykur baunirnar í krukkunni) sem kallast aquafaba.


 • 3 msk soð af niðursoðnum kjúklingabaunum (aquafaba)
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1 msk eplaedik
 • 1 tsk hlynsíróp eða önnur sæta (má sleppa)
 • ¾ tsk sjávarsalt
 • ¼ tsk möluð sinnepsfræ (finnst t.d. í kryddhillunni í Hagkaup, má sleppa)
 • 190 – 230 ml góð olía – (notið bragðlitla olíu ef þið viljið hlutlaust bragð)

Setjið allt nema olíuna í blandara og blandið í ca 1 mín á frekar hárri stillingu.
Lækkið hraðann og takið annað hvort lokið af blandaranum eða ef það er lítill tappi á lokinu takið hann þá úr – og hellið olíunni mjög rólega í þunnri bunu þar til mayo-ið er orðið þykkt.
Það getur verið að þið þurfið ekki alla olíuna, þið stoppið þegar mayo-ið er fullkomið.