Meðlæti

Fyrirsagnalisti

Dukkah - Kryddblöndur

Dukkah er hnetu og kryddblanda sem er dásamlegt að strá yfir mat, t.d. salöt, bakað grænmeti og fleira.


Steiktar döðlur -

Þessar steiktu döðlur eru dásamlegt að bera fram á meðan þær eru ennþá heitar, með smáréttum eins og hummus, pítubrauði, taziki, ólífum, ofnbökuðu eða fersku grænmeti. Þær eru líka rosalega góðar sem partur af kex og osta bakka.


Spelt bollur - Brauð og bakstur Vefjur og brauð

Einfaldar og góðar spelt bollur, frábærar nýbakaðar með (vegan) smjöri og góðu áleggi eins og niðurskornu grænmeti eða hummus.

Graskers salat - Salöt og grænmeti Vor

Frábært meðlæti.

Rauðrófusalat - Salöt og grænmeti

Þetta salat er frábær léttur hádegisverður, eða gott meðlæti með aðalrétt.

Til að flýta fyrir er snilld að nota forsoðnar rauðrófur, þær fást í flestum búðum.
Að sjálfsögðu má nota ferskar rauðrófur, en þá er eldunartíminn mun lengri.

Hátíðlegt kartöflusalat - Salöt og grænmeti

Kartöflusalat sem passar vel með öllum hátíðlegum mat.

Kartöflusalat - Salöt og grænmeti

Frábært að nýta nýjar íslenskar kartöflur í þetta kartöflusalat með ólífuolíu dressingu.

Brauðbollur - Brauð og bakstur Vefjur og brauð Vetur

Fátt er betra en volgar nýbakaðar bollur, smurðar með smjöri sem bráðnar aðeins. Þessar bollur er tilvalið að bera fram með ilmandi grænmetissúpu.   

Krydduð sólberjasulta - Haust Sultur

Þessi bragðgóða sólberjasulta inniheldur mun minni sykur en hefðbundnar sultur, en mikið af góðu bragði. Sultan hefur styttra geymsluþol vegna minna sykurmagns svo það getur verið gott að frysta hluta af henni í smærri skömmtum.

Sultan er góð á brauð, út á graut eða jógúrt og líka sem sósa út á ís eða með kökusneið.

Brokkolí m ídýfu - Salöt og grænmeti

Nýtt íslenskt brokkolí er svo gott. Og enn betra með góðri ídýfu.
Í þessa dýfu notum við meðal annars lífrænar kasjúhnetur og grillaða papriku, áferðin verður æðisleg!

Klesstar kartöflur m/avókadó - Salöt og grænmeti

Kartöflur eru dásamlegar glænýjar. Avókadó, salt og góð ólífuolía gera þær enn betri.

Rabarbara og jarðaberja sulta - Sultur Vor

Sultan sem við deilum með ykkur í dag er blanda af rabarbara og jarðaberjum, okkur finnst bragðið fara dásamlega vel saman. Sultuna notum við ofan á ristað brauð, í hjónabandssælur og kökur, en uppáhaldið okkar er eiginlega að setja smá slettu út á morgungrautinn eða út á jógúrt. Svo er líka gott að hafa hana eins og sósu með köku eða ís.

Við notum jarðarber á móti rabarbaranum til að gera sultuna sætari, án þess að nota hefðbundið magn sykurs. Snjallt er að nota frosin jarðarber, þau eru bæði ódýrari en fersk og oft eru þau einnig sætari á bragðið.

Þar sem sultan inniheldur minni sykur en hefðbundin sulta geymist hún ekki jafn lengi. Geymist í vel lokuðum ílátum í kæli í um 4 vikur.


Spergilkáls steik - Salöt og grænmeti

Nú er íslenska spergilkálið loksins komið! Um að gera að njóta þess. 

Sætkartöflubátar - Salöt og grænmeti Sumar

Sætkartöflubátar eru frábært meðlæti en einnig dásamlegir einir og sér með góðri sósu, eins og vegan mayo eða góðu guacamole

Sultaður laukur - Salöt og grænmeti

Snögg sultaður rauðlaukur lyftir máltíðinni upp á hærra plan! Ótrúlega góður með allskonar mat, t.d. á borgarann, í vefjuna, í skálina, í salöt, ofan á brauð... 

Heimagerð BBQ sósa - Sósur, pestó og chutney Sumar

Heimalöguð BBQ sósa er frábær með góðum grillmat.

Pestó með kjúklingabaunum - Sósur, pestó og chutney Sumar

Klassískt pestó með kjúklingabaunum.

Rabarbari og grasker - Salöt og grænmeti Sumar

Rabarbari er ekki bara góður í sultur og deserta, hann er einnig afbragðs góður í matargerð. Hér bökum við hann í ofni ásamt graskeri, en það má líka nota sæta kartöflu í staðinn fyrir graskerið. Þetta er gott sem meðlæti eða jafnvel uppistaða í gott sælkerasalat. Nú er um að gera að stökkva út í garð og grípa nokkra fallega rabarbaraleggi í matinn.

Vegan mayo (m/aquafaba) - Sósur, pestó og chutney

Hér höfum við vegan útgáfu af heimagerðu mayonesi. Í þessa uppskrift notum við m.a. soð af kjúklingabaununum (vökvinn sem umlykur baunirnar í krukkunni) sem kallast aquafaba.


Bláberja og sólberjasulta - Haust Sultur

Þessi bláberja og sólberjasulta er sætt með döðlum. Sólberin gefa gott súrsætt bragð sem blandast vel við mild bláberin. Gott er að hafa í huga að geymsluþolið er styttra fyrir sultur sem ekki eru sættar með hreinum sykri. Hægt er að frysta hluta af sultunni ef geyma á lengi.

Krydduð bláberjasulta - Haust Sultur

Þessi bláberjasulta er þykkt með chiafræjum. Kryddið, mórberin og kókospálmasykurinn gefa sultunni karakter og dásamlegt bragð.
 

Bláberjasulta - Haust Sultur

Þessi sulta inniheldur mun minna af sykri en hefðbundnar sultur og geymsluþolið er því skert. Sulta sem ekki á að borða fljótlega geymist best í frysti.

Guacamole - Sósur, pestó og chutney

Heimalagað guacamole er svo gott og auðvitað ómissandi með mexíkóskum mat. Gott guacamole er líka frábært út á salöt, í skálar og sem ídýfa.

Ofnbakað grasker - Salöt og grænmeti Vetur

Ofnbakað grasker í þunnum sneiðum er virkilega gott meðlæti.


Rótarfranskar - Salöt og grænmeti

Litríkar rótarfranskar úr sætum kartöflum, rauðrófum og sellerírót, ásamt hefðbundnum kartöflum. Dásamlegar með spicy mayo (þið finnið uppskrift að vegan mayo hér á vefnum undir meðlæti).

Grænkálspestó - Hummus og álegg Sósur, pestó og chutney Sumar

Hvort sem þið eigið grænkál úti í garði, eða fáið falleg búnt í búðinni, þá er þetta pestó virkilega ljúffeng leið til að njóta þessa næringarríka káls út í ystu æsar. T.d. frábært álegg, út á salöt, pasta, pizzur.
.

Heimalagað rauðkál - Salöt og grænmeti Vetur

Rauðkál er klassískt meðlæti við hátíðarborðið. Heimalagað er auðvitað málið, enda einfalt að útbúa. Þessi uppskrift er mjög bragðgóð og hátíðleg. 

Sveppasósa - Sósur, pestó og chutney Vetur

Sveppasósa er einstaklega góð með grænmetisbuffi eða hnetusteik og hindberjasultu.


Hundasúrupestó - Hummus og álegg Sósur, pestó og chutney Sumar

Hundasúrur er gaman að tína upp í munn, en þær eru líka ótrúlega skemmtilegar í matargerð, okkur finnst þær hið mesta sælkerahráefni. Hér höfum við sumarlegt súrupestó sem er gott út á salöt, pasta, pizzur eða sem álegg á brauð.

Kryddjurtapestó - Sósur, pestó og chutney

  • 100g möndlur, þurrristaðar 
  • 3 msk ferskar kryddjurtir: 
  • rósmarín + timian + salvía 
  • 1 búnt kóríander 
  • ½ búnt minta 
  • 1-2 rauður chili 
  • 1 ½ tsk sjávarsalt 
  • 3 msk sítrónusafi
  • 1 ½ dl kaldpressuð jómfrúar ólífuolía

Byrjið á að létt rista möndlurnar. Setjið því næst allt nema olíuna í matvinnsluvél og maukið, setjið í skál og hrærið olíunni útí og klárið að blanda saman.