Meðlæti
Fyrirsagnalisti
Spergilkáls steik - Salöt og grænmeti
Nú er íslenska spergilkálið loksins komið! Um að gera að njóta þess.
Sætkartöflubátar - Salöt og grænmeti Sumar
Sætkartöflubátar eru frábært meðlæti en einnig dásamlegir einir og sér með góðri sósu, eins og vegan mayo eða góðu guacamole .
Sultaður laukur - Salöt og grænmeti
Snögg sultaður rauðlaukur lyftir máltíðinni upp á hærra plan! Ótrúlega góður með allskonar mat, t.d. á borgarann, í vefjuna, í skálina, í salöt, ofan á brauð...
Heimagerð BBQ sósa - Sósur, pestó og chutney Sumar
Heimalöguð BBQ sósa er frábær með góðum grillmat.
Rabarbari og grasker - Salöt og grænmeti Sumar
Rabarbari er ekki bara góður í sultur og deserta, hann er einnig afbragðs góður í matargerð. Hér bökum við hann í ofni ásamt graskeri, en það má líka nota sæta kartöflu í staðinn fyrir graskerið. Þetta er gott sem meðlæti eða jafnvel uppistaða í gott sælkerasalat. Nú er um að gera að stökkva út í garð og grípa nokkra fallega rabarbaraleggi í matinn.
Vegan mayo (m/aquafaba) - Sósur, pestó og chutney
Hér höfum við vegan útgáfu af heimagerðu mayonesi. Í þessa uppskrift notum við m.a. soð af kjúklingabaununum (vökvinn sem umlykur baunirnar í krukkunni) sem kallast aquafaba.
Bláberja og sólberjasulta - Haust Sultur
Þessi bláberja og sólberjasulta er sætt með döðlum. Sólberin gefa gott súrsætt bragð sem blandast vel við mild bláberin. Gott er að hafa í huga að geymsluþolið er styttra fyrir sultur sem ekki eru sættar með hreinum sykri. Hægt er að frysta hluta af sultunni ef geyma á lengi.
Krydduð bláberjasulta - Haust Sultur
Þessi bláberjasulta er þykkt með chiafræjum. Kryddið, mórberin og kókospálmasykurinn gefa sultunni karakter og dásamlegt bragð.
Bláberjasulta - Haust Sultur
Þessi sulta inniheldur mun minna af sykri en hefðbundnar sultur og geymsluþolið er því skert. Sulta sem ekki á að borða fljótlega geymist best í frysti.
Guacamole - Sósur, pestó og chutney
Heimalagað guacamole er svo gott og auðvitað ómissandi með mexíkóskum mat. Gott guacamole er líka frábært út á salöt, í skálar og sem ídýfa.
Ofnbakað grasker - Salöt og grænmeti Vetur
Ofnbakað grasker í þunnum sneiðum er virkilega gott meðlæti.
Rótarfranskar - Salöt og grænmeti
Litríkar rótarfranskar úr sætum kartöflum, rauðrófum og sellerírót, ásamt hefðbundnum kartöflum. Dásamlegar með spicy mayo (þið finnið uppskrift að vegan mayo hér á vefnum undir meðlæti).
Grænkálspestó - Hummus og álegg Sósur, pestó og chutney Sumar
Hvort sem þið eigið grænkál úti í garði, eða fáið falleg búnt í búðinni, þá er þetta pestó virkilega ljúffeng leið til að njóta þessa næringarríka káls út í ystu æsar. T.d. frábært álegg, út á salöt, pasta, pizzur.
.
.
Heimalagað rauðkál - Salöt og grænmeti
Rauðkál er klassískt meðlæti við hátíðarborðið. Heimalagað er auðvitað málið, enda einfalt að útbúa. Þessi uppskrift er mjög bragðgóð og hátíðleg.
Sveppasósa - Sósur, pestó og chutney
Sveppasósa er einstaklega góð með grænmetisbuffi eða hnetusteik og hindberjasultu.
Hundasúrupestó - Hummus og álegg Sósur, pestó og chutney Sumar
Hundasúrur er gaman að tína upp í munn, en þær eru líka ótrúlega skemmtilegar í matargerð, okkur finnst þær hið mesta sælkerahráefni. Hér höfum við sumarlegt súrupestó sem er gott út á salöt, pasta, pizzur eða sem álegg á brauð.
Kryddjurtapestó - Sósur, pestó og chutney
- 100g möndlur, þurrristaðar
- 3 msk ferskar kryddjurtir:
- rósmarín + timian + salvía
- 1 búnt kóríander
- ½ búnt minta
- 1-2 rauður chili
- 1 ½ tsk sjávarsalt
- 3 msk sítrónusafi
- 1 ½ dl kaldpressuð jómfrúar ólífuolía
Byrjið á að létt rista möndlurnar. Setjið því næst allt nema olíuna í matvinnsluvél og maukið, setjið í skál og hrærið olíunni útí og klárið að blanda saman.