Spergilkáls steik

Salöt og grænmeti

  • Auðvelt
  • brokkolisteik
  • Vegan: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Nú er íslenska spergilkálið loksins komið! Um að gera að njóta þess. 

Spergilkáls steik

  • 1 stórt brokkolíhöfuð eða 2 minni
  • ólífuolía eða kókosolía til að steikja upp úr
  • smá sjávarsalt
  • smá chili

Skerið spergilkálið í ½ cm þunnar sneiðar (best að nota beittan hníf).

Hitið olíu á pönnu og látið olíuna verða frekar heita, setjið 2 sneiðar á pönnuna og steikið í u.þ.b. 1-2 mínútur, lækkið þá hitann og steikið í um 2 mín í viðbót. 

Snúið og steikið í 2-3 mín á hinni hliðinni. 
Berið fram með góður salati og spicy sesammauki.


Spicy sesammauk

  • 1 ¼ dl tahini
  • 1 msk hrísgrjónaedik, eða annað edik
  • 1 hvítlauksrif
  • ¼ tsk cayenne pipar (meira ef þið viljið hafa þetta sterkt)
  • 1-2 msk hlynsíróp
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 msk ristuð sesamolía
  • 1 dl olía, gott að nota hlutlausa lífræna olíu
  • 1-2 msk vatn eða eins mikið og þarf 
  • smá sjávarsalt

Setjið allt hráefnið fyrir sesammaukið í blandara og blandið vel.