Meðlæti
Fyrirsagnalisti
Rauðrófusalat - Salöt og grænmeti
Þetta salat er frábær léttur hádegisverður, eða gott meðlæti með aðalrétt.
Til að flýta fyrir er snilld að nota forsoðnar rauðrófur, þær fást í flestum búðum.
Að sjálfsögðu má nota ferskar rauðrófur, en þá er eldunartíminn mun lengri.
Kartöflusalat - Salöt og grænmeti
Frábært að nýta nýjar íslenskar kartöflur í þetta kartöflusalat með ólífuolíu dressingu.
Brokkolí m ídýfu - Salöt og grænmeti
Nýtt íslenskt brokkolí er svo gott. Og enn betra með góðri ídýfu.
Í þessa dýfu notum við meðal annars lífrænar kasjúhnetur og grillaða papriku, áferðin verður æðisleg!
Í þessa dýfu notum við meðal annars lífrænar kasjúhnetur og grillaða papriku, áferðin verður æðisleg!
Klesstar kartöflur m/avókadó - Salöt og grænmeti
Kartöflur eru dásamlegar glænýjar. Avókadó, salt og góð ólífuolía gera þær enn betri.
Spergilkáls steik - Salöt og grænmeti
Nú er íslenska spergilkálið loksins komið! Um að gera að njóta þess.
Sætkartöflubátar - Salöt og grænmeti Sumar
Sætkartöflubátar eru frábært meðlæti en einnig dásamlegir einir og sér með góðri sósu, eins og vegan mayo eða góðu guacamole .
Sultaður laukur - Salöt og grænmeti
Snögg sultaður rauðlaukur lyftir máltíðinni upp á hærra plan! Ótrúlega góður með allskonar mat, t.d. á borgarann, í vefjuna, í skálina, í salöt, ofan á brauð...
Rabarbari og grasker - Salöt og grænmeti Sumar
Rabarbari er ekki bara góður í sultur og deserta, hann er einnig afbragðs góður í matargerð. Hér bökum við hann í ofni ásamt graskeri, en það má líka nota sæta kartöflu í staðinn fyrir graskerið. Þetta er gott sem meðlæti eða jafnvel uppistaða í gott sælkerasalat. Nú er um að gera að stökkva út í garð og grípa nokkra fallega rabarbaraleggi í matinn.
Ofnbakað grasker - Salöt og grænmeti Vetur
Ofnbakað grasker í þunnum sneiðum er virkilega gott meðlæti.
Rótarfranskar - Salöt og grænmeti
Litríkar rótarfranskar úr sætum kartöflum, rauðrófum og sellerírót, ásamt hefðbundnum kartöflum. Dásamlegar með spicy mayo (þið finnið uppskrift að vegan mayo hér á vefnum undir meðlæti).
Heimalagað rauðkál - Salöt og grænmeti Vetur
Rauðkál er klassískt meðlæti við hátíðarborðið. Heimalagað er auðvitað málið, enda einfalt að útbúa. Þessi uppskrift er mjög bragðgóð og hátíðleg.