Rauðrófusalat

Salöt og grænmeti

  • Auðvelt
  • Einfalt rauðrófusalat
  • Vegan: Já

Uppskrift

Þetta salat er frábær léttur hádegisverður, eða gott meðlæti með aðalrétt.

Til að flýta fyrir er snilld að nota forsoðnar rauðrófur, þær fást í flestum búðum.
Að sjálfsögðu má nota ferskar rauðrófur, en þá er eldunartíminn mun lengri.

  • 500g forsoðnar rauðrófur
  • 1 msk ólífuolía
  • 1 tsk malaður fennel
  • ½ tsk cuminduft
  • 1 tsk sjávarsaltflögur
  • smá chiliflögur
  • 25g klettasalat
  • handfylli af heslihnetum
  • 50g  fetaostur, t.d. vegan
  • dressing:
  • 2 msk ólífuolía
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 hvítlauksrif
  • ½ tsk svartur pipar
  • ½ tsk sjávarsalt
Skerið rauðrófurnar í báta og setjið á bökunarpappír í ofnskúffu. Kryddið og skvettið smá olíu yfir.

Bakið við 200°C í um 15 mín.

Þegar rauðrófurnar eru bakaðar setjið þær í skál með klettasalatinu.

Skerið fetaostin í bita og setjið út á og stráið hnetum yfir.