Sætindi
Fyrirsagnalisti
Banana súkkulaði muffins - Kökur
Uppskriftin er algjörlega skotheld, þrátt fyrir að vera án eggja og mjólkur.
Kökurnar eru mjúkar og hafa gott súkkulaði og bananabragð. Ef þið eruð mikið fyrir súkkulaði getið þið brætt smá súkkulaði til að setja ofan á kökurnar þegar þær eru tilbúnar. Eða hrært í smá glassúr.
Vegan súkkulaðimús - Ís
Rúsínukökur - Smákökur
Sykurlaust ketó súkkulaði m/lakkrís - Sælgæti
Kryddaðar perur - Ávextir Haust
Appelsínu og chia muffins - Kökur
Í þessar muffins notum við útbleytt chiafræ í staðinn fyrir egg. Chiafræin dreifast um allt svo kökurnar verða doppóttar að innan, minna pínulítið á poppyseeds eins og eru stundum í svona amerískum muffins.
Áferðin er góð, stökkar efst og mjúkar innan í. Alveg passlega sætar og ríkulegt appelsínubragð.
Hnetusmjörs og súkkulaðibita kökur - Smákökur
Uppskriftin er vegan og hentar einnig þeim sem ekki borða hveiti.
Í kökurnar notum við 71% dökkt súkkulaði frá Himneskt, sem er FairTrade vottað. Ef þið viljið nota sætt súkkulaði eins og t.d. suðusúkkulaði eða annað baksturssúkkulaði, þá er ráð að minnka aðeins sykurinn í uppskriftinni á móti.
Snikkersbitar - Kökur
Valentínusarkökur -
(En þær bragðast alveg jafn dásamlega vel í hringlaga formi!).
Vegan banana muffins - Kökur
Vegan kökur innblásnar af Sörum - Smákökur
Sörur eru vinsælar á aðventunni, þegar smákökur eru bakaðar af miklum móð á mörgum íslenskum heimilum.
Þeir sem hafa valið sér vegan lífsstíl, eða hafa ofnæmi fyrir eggjum, borða þó ekki klassískar sörur.
Okkur langaði að spreyta okkur á því að baka eggjalausar kökur sem væru innblásnar af sörum. Eftir smá tilraunastarfssemi fæddist þessi uppskrift og kökurnar eru svaaakalega góðar.
Kökurnar eru eins og áður sagði innblásnar af sörum, en bragðast auðvitað ekki nákvæmlega eins, enda annað hráefni notað. Tilfinningin er samt mjög góð... ...að finna þunnan súkkulaðihjúpinn brotna undan tönnunum, sökkva svo í dásamlegt kaffikrem og enda í mjúkum og pínu karamellukenndum möndlubotni. Fullkomnun!
Orkukúlur - Orkustykki Sælgæti Vor
Súkkulaði Fudge -
Heimagert lífrænt súkkulaðifudge sem svalar súkkulaðiþörfinni þegar hún hellist yfir.
Við notum bæði möndlusmjör og tahini, sem gefa góða áferð, holla fitu og ýmis næringarefni. Að auki notum við annað hvort kókosolíu eða kakósmjör, eftir því hvaða áferðareiginleikum við erum að sækjast eftir. Ef ætlunin er að bera súkkulaðið á borð fyrir gesti er snjallt að nota kakósmjör því það er stífara við stofuhita og heldur sér betur. En þegar við erum að laga súkkulaði til að eiga í frystinum (hugsað til að laumast sjálf í einn og einn mola) þá gefur kókosolían betri áferð. Hún er á mörkum þess að vera fljótandi við stofuhita (ef stofan er hlý) og því bráðnar súkkulaðið ef það stendur lengi á borðinu. Molarnir eru passlega mjúkir nýkomnir úr frystinum.
Bláberja og sólberjasulta - Haust Sultur
Þessi bláberja og sólberjasulta er sætt með döðlum. Sólberin gefa gott súrsætt bragð sem blandast vel við mild bláberin. Gott er að hafa í huga að geymsluþolið er styttra fyrir sultur sem ekki eru sættar með hreinum sykri. Hægt er að frysta hluta af sultunni ef geyma á lengi.
Krydduð bláberjasulta - Haust Sultur
Bláberjasulta - Haust Sultur
Súkkulaðibitakökur - Smákökur
Hráefnið er lífrænt ræktað og uppskriftin hentar vegan lífsstíl.
Límónuterta - Kökur
Kanilsnúðar - Brauð og bakstur Haust Kökur Vetur
Marzípanmolar - Sælgæti
Þessir dásamlegu marzípanmolar eru einfaldir og ljúffengir. Gott nammi til að eiga í frystinum.
Súkkulaði avókadó terta - Kökur
Avókadó trufflur - Sælgæti
Dásamlega rjómakenndar súkkulaðitrufflur gerðar úr avókadó, sem gefur trufflunum lungamjúka áferð.
Vegan súkkulaðikaka - Kökur
Berjabaka - Haust Kökur
Súkkulaði muffins - Kökur
Hafra- og heslihnetukökur - Smákökur
Hafrakökur - Smákökur
Hnetusmjörskúlur - Sælgæti
Þessir dásamlegu hnetusmjörsmolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir. Tilvalið föndur fyrir fjölskyldustund.
Kókosmolar - Sælgæti
Salthnetubitar - Sælgæti
Konfektgerð er skemmtileg fyrir páska. Þessir dásamlegu salthnetumolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir. Tilvalið föndur fyrir fjölskyldustund.
Heimagert súkkulaði - Sælgæti
Þetta heimagerða súkkulaði má setja í konfektform og inn í frysti eða kæli til að búa til súkkulaðimola, einnig má nota þetta sem súkkulaðisósu eða hjúpsúkkulaði til að dýfa konfektkúlum. Veljið kakósmjör ef þið viljið að súkkulaðið haldist stíft við stofuhita, en kókosolíu ef þetta á að vera mjúkt, t.d. krem eða súkkulaðisósa.