Sætindi

Fyrirsagnalisti

Hafraklattar - Smákökur Vetur

Notalegt er að baka góðgæti eins og hafraklatta í skammdeginu. Þessir eru úr lífrænt ræktuðum höfrum og spelti.

Valhnetu kaffi kaka - Kökur Vetur

Þessi kaka er mjög góð með kaffinu. Við notum döðlur, valhnetur, ólífuolíu, gríska jógúrt, spelt og fleira gott hráefni í kökuna. Svo hellum við kaffiglassúr yfir áður en hún er borin fram.

Rabarbara mulningur - Ávextir Bakstur

Rabarbaramulningur í fjórum bollum.
Þessi mulningur er mjög góður með þykkri jógúrt, eða ef þið viljið sætari útgáfu er vanilluís málið. 

Bananasnúðar með límónuglassúr - Bakstur

Ljúffengir bananasnúðar með límónuglassúr og pistasíuhnetum. Upplagt að baka með helgarkaffinu.

Vegan frönsk súkkulaðikaka - Kökur

Dásamleg frönsk súkkulaðikaka. Við notum hvorki egg né mjólkurvörur í þessa uppskrift, svo hún hentar bæði fyrir þau sem eru vegan, hafa ofnæmi fyrir mjólk eða eggjum og þau sem borða allt en langar í góða köku.

Tahini brownies - Kökur

Tahini brownies eru ótrúlega bragðgóðar og hafa þessa skemmtilegu brownie áferð.


Súkkulaði hjörtu - Sælgæti

Súkkulaði hjörtu eru tilvalin á Valentínusardaginn eða Konudaginn.

Ristaðar hnetur og fræ gera bitana stökka og bragðgóða. Í þessa uppskrift notuðum við ýmsar tegundir af fræjum/hnetum, en þið getið líka notað þau fræ eða hnetur sem eru ykkar uppáhalds hverju sinni.
Einnig er ljúffengt að nota þurrkaða ávexti ef þið eruð hrifin af þeim.

Gott er að velja það súkkulaði sem ykkur finnst best á bragðið. T.d. 71% dökkt súkkulaði frá Himneskt ef þið eruð hrifin af mjög dökku, svo er líka hægt að nota suðusúkkulaði, t.d. frá Heima, sem er ljósara, en samt svolítið dökkt. Eða ykkar uppáhalds súkkulaði.

Brownie hafrabaka - Bakstur Dögurður

Þessa haframjölsböku er gott að bera fram volga með þinni uppáhalds jógúrt og jafnvel ferskum berjum eða ávöxtum. Tilvalin í helgarbrunch.


Jarðaberja þeytingur - Ís Sumar

Þessi jarðaberjaþeytingur er svo ljúffengur, frábær vorlegur desert.

Vegan smákökur - Smákökur

Sörur eru vinsælar á aðventunni, þegar smákökur eru bakaðar af miklum móð á mörgum íslenskum heimilum. 

Þau sem hafa valið sér vegan lífsstíl, eða hafa ofnæmi fyrir eggjum, borða þó ekki klassískar sörur.
Okkur langaði að spreyta okkur á því að baka eggjalausar kökur sem væru innblásnar af sörum. Eftir smá tilraunastarfssemi fæddist þessi uppskrift og kökurnar eru svaaakalega góðar.

Kökurnar eru eins og áður sagði innblásnar af sörum, en bragðast auðvitað ekki nákvæmlega eins, enda annað hráefni notað. Tilfinningin er samt mjög góð... ...að finna þunnan súkkulaðihjúpinn brotna undan tönnunum, sökkva svo í dásamlegt kaffikrem og enda í mjúkum og pínu karamellukenndum möndlubotni. Fullkomnun!

Mangó ís - Ís Vor

Ljúffengur og einfaldur mangóís.


Fylltar döðlur - Sælgæti

Einfalt og ótrúlega gott nammi sem frábært er að eiga í frystinum. Við fyllum döðlur með lífræna hnetusmjörinu okkar og hjúpum svo með dökku súkkulaði. Sumir kalla þetta nammi snikkersdöðlur.

Döðlunammi - Sælgæti

Döðlunammi með "krönsi" inní, sem er tilvalið að eiga í frystinum. Frábært að næla sér í eina kúlu í kaffipásunni.

Hnetusmjörs molar - Orkustykki Sælgæti

Þessa hnetusmjörsmola er fljótlegt og einfalt að útbúa. Enga sérstaka hæfileika þarf til, bara blanda öllu saman, þjappa í form, kæla og skera.
Og svo auðvitað njóta!


Möndlukaka með rabarbara - Kökur

Einföld og sumarleg möndlukaka með rabarbara.
Rabarbarinn er fyrsta uppskera sumarsins í mörgum görðum og það er svo gaman að nýta hann jafnt og þétt í eftirrétti.
Þessi kaka er frábær borin fram með ís, þeyttum eða sýrðum rjóma og svo er frábært að hafa smávegis af rabarbarasultu með ef hún er til.

Vegan ostakaka - Bakstur Kökur

Dýrindis ostakaka, með súkkulaðihnetusmjöri og fullt af ferskum berjum.  Tilvalinn páskadesert.

Þessa ostaköku væri snjallt að baka daginn áður og geyma í kæli. Og skreyta síðan með fullt af ferskum berjum þegar hún er borin fram.
Kakan geymist í kæli í viku án berja, svo það er alveg óhætt að baka hana fram í tímann.


Kleinuhringir - Bakstur

Þessir súkkulaði kleinuhringir með hnetusmjörskremi eru bakaðir úr lífrænt ræktuðu spelti og eru ljúffengir.
Ef þið eigið ekki kleinuhringjaform er hægt að baka muffins í staðinn. Ekta helgardekur!

Hindberja ís - Ís Vetur

Þessi ljúffengi og ferski hindberja ís er frábær eftirréttur eftir góðan mat.

Mjög einfaldur og fljótlegur að útbúa.

Pönnukökur - Bakstur

Þessar pönnukökur bragðast alveg eins og hefðbundnar langömmu pönnsur.
Pönnsurnar eru án eggja og mjólkur og henta því bæði þeim sem eru með ofnæmi og þeim sem velja plöntufæði. Lífrænt ítalskt spelt er uppistaðan í þessum dásamlegu pönnsum.

Banana og heslihnetu kaka - Kökur

Þessi bragðgóða kaka er hæfilega sæt, með banana, súkkulaði og heslihnetum.
Í kökuna notum við tvo banana til að sæta og getum þannig minnka sykurmagnið.
Upplagt að baka og hafa með helgarkaffinu.


Súkkulaði og rauðrófu muffins - Krem Kökur Muffins

Þessar ljúffengu bollakökur er tilvalið að baka um helgina

Möndlu biscotti - Smákökur Vetur

Tvíbökur með möndlum eru gerðar til að dýfa í góðan drykk, til dæmis kaffi, te eða kakó.
Frábærar að eiga á aðventunni, og notaleg heimagerð jólagjöf.
Við notuðum lífrænt Himneskt hráefni í þessar kökur.


Aquafaba - Bakstur

Aquafaba er kjúklingabaunasoð sem hægt er að stífþeyta og nota í matargerð og bakstur á svipaðan hátt og egg. Stórsniðug nýting á hráefni sem annars færi bara til spillis. Og hentar svona líka vel í eggjalaust eða vegan góðgæti.

Peruterta - Ávextir Kökur

Uppskriftin miðast við form sem er 26cm í þvermál

Vegan vöfflur - Bakstur

Klassískar vegan vöfflur úr lífrænu spelti. Frábærar með fersku berjasalsa, eða með sultu og vegan rjóma.

Berjadraumur - Ávextir Bakstur Haust Kökur

Í þessa berjapæju má nota rifsber, sólber og jarðaber úr garðinum, eða einfaldlega frosin ber úr búðinni, t.d. góða berjablöndu.

Banana súkkulaði muffins - Bakstur Muffins

Í þessar ljúffengu banana og súkkulaðimuffins notum við chiafræ í staðinn fyrir egg og það kemur svona ljómandi vel út.
Uppskriftin er algjörlega skotheld, þrátt fyrir að vera án eggja og mjólkur.
Kökurnar eru mjúkar og hafa gott súkkulaði og bananabragð. Ef þið eruð mikið fyrir súkkulaði getið þið brætt smá súkkulaði til að setja ofan á kökurnar þegar þær eru tilbúnar. Eða hrært í smá glassúr. 

Appelsínu og chia muffins - Bakstur Muffins

Í þessar muffins notum við útbleytt chiafræ í staðinn fyrir egg. Chiafræin dreifast um allt svo kökurnar verða doppóttar að innan,  minna pínulítið á poppyseeds eins og eru stundum í svona amerískum muffins.
Áferðin er góð, stökkar efst og mjúkar innan í. Alveg passlega sætar og ríkulegt appelsínubragð. 

Vegan súkkulaðimuffins - Bakstur Muffins

Í þessar bragðgóðu súkkulaði muffins notum við kjúklingabaunasoð (aquafaba) til að gefa lyftingu og kjúklingabaunir til að gefa saðsama næringu.

Vegan kökur innblásnar af Sörum - Smákökur Vetur

Sörur eru vinsælar á aðventunni, þegar smákökur eru bakaðar af miklum móð á mörgum íslenskum heimilum. 

Þau sem hafa valið sér vegan lífsstíl, eða hafa ofnæmi fyrir eggjum, borða þó ekki klassískar sörur.
Okkur langaði að spreyta okkur á því að baka eggjalausar kökur sem væru innblásnar af sörum. Eftir smá tilraunastarfssemi fæddist þessi uppskrift og kökurnar eru svaaakalega góðar.

Kökurnar eru eins og áður sagði innblásnar af sörum, en bragðast auðvitað ekki nákvæmlega eins, enda annað hráefni notað. Tilfinningin er samt mjög góð... ...að finna þunnan súkkulaðihjúpinn brotna undan tönnunum, sökkva svo í dásamlegt kaffikrem og enda í mjúkum og pínu karamellukenndum möndlubotni. Fullkomnun!

Döðlumauk - Bakstur

Döðlumauk er gott til að nota sem sætu í allskyns eftirrétti, bakstur, eða út á grauta og smoothie skálar.

Smákökur - Smákökur Vetur

Ljúffengar smákökur úr lífrænt ræktuðu hráefni.


Sólberjakökur m hvítu súkkulaði - Bakstur Haust Kökur

Þessar mjúku kökur með hvítu súkkulaði og sólberjum eru dásamlegar volgar úr ofninum. Til að fá smá jafnvægi í kökurnar notum við líka tófú og rauðrófur, en hvíta súkkulaðið, sólberin og kryddin gefa samt sem áður bragðið.

Sultan sem er notuð getur verið heimagerð eða keypt, má vera annarskonar sulta en sólberjasulta. Mjög gott er að hella smávegis af sólberjasultu yfir kökurnar þegar þær eru bornar fram.


Súkkulaðimús - Frauð

Þessi vegan súkkulaðimús er gerð úr dökku lífrænu súkkulaði og aquafaba. Aquafaba er vökvinn (soðið) af kjúklingabaunum, þegar vökvinn er þeyttur í hrærivél umbreytist hann eins og fyrir töfra í stífa froðu sem minnir á þeyttar eggjahvítur. Frábær nýting á hráefni sem færi annars til spillis.

Tilvalið að skella í súkkulaðimús í eftirrétt, þegar kjúklingabaunaréttur er í matinn, t.d. falafel, hummus eða pottréttur og nýta soðið í súkkulaðimús.

Jarðaberja baka - Ávextir Haust Kökur Sumar

Nú eru íslensku jarðaberin komin í búðirnar, og tilvalið að útbúa jarðaberjaböku til að bera fram með góðum ís.

Blondínur - Kökur

Vegan blondínur eru ljúffengar karamellukenndar kökur, mjög góðar með ferskum berjum.

Bleikar pönnukökur - Bakstur

Hvernig væri að baka bleikar pönnsur um helgina? Við bökum þessar úr lífræna ítalska speltinu okkar og litum með rauðrófusafa.

Uppskriftin er án eggja og mjólkur og hentar því bæði þeim sem eru með ofnæmi og þeim sem velja plöntufæði. Deigið er ögn viðkvæmara en hefðbundið deig þar sem það er eggjalaust. Trixið er að setja deigið í blandara í ½ mínútu, þannig helst deigið vel saman.

Kókoskúlur m appelsínu - Sælgæti

Kókoskúlur eru frábært nammi sem gott er að eiga með kaffinu. Gaman og einfalt að búa til með krökkum.

Vegan súkkulaðimús - Frauð

Ofur einföld uppskrift að vegan súkkulaðimús. Aðeins tvö hráefni. Mjög góð borin fram með fullt af ferskum berjum. 

Súkkulaðibitakökur - Smákökur Vetur

Í þessar dýrindis súkkulaðibitakökur notum við 71% súkkulaðið okkar, sem er fairtrade vottað og gefur ríkulegt súkkulaðibragð.
Hráefnið er lífrænt ræktað og uppskriftin hentar vegan lífsstíl. 

Lakkrís kókos smákökur - Smákökur Vetur

Rosalega góðar smákökur úr lífrænt ræktuðu hráefni, að mestu.


Rúsínukökur - Smákökur Vetur

Vegan smákökur úr Himnesku hráefni. Kókosinn og rúsínurnar fara svo vel saman í þessum dásamlegu smákökum. 

Sykurlaust ketó súkkulaði m/lakkrís - Sælgæti

Sykurlaust súkkulaði með lakkrísduft. Hráefnið er lífrænt og vegan.

Kryddaðar perur - Ávextir Haust

Volgar og mjúkar engiferperur eru tilvalinn hversdags eftirréttur. Dásamlegar bornar fram með þeyttum rjóma eða smá ís. Og jafnvel söxuðum möndlum eða hnetum til að strá yfir. 

Hnetusmjörs og súkkulaðibita kökur - Smákökur Vetur

Hér eru á ferðinni djúsí súkkulaðibitakökur fyrir hnetusmjörs aðdáendur. Lífrænt ræktað hráefni, ríkulegt hnetusmjörsbragð og dökkt súkkulaði: Himnesk blanda!
Uppskriftin er vegan og hentar einnig þeim sem ekki borða hveiti.
Í kökurnar notum við 71% dökkt súkkulaði frá Himneskt, sem er FairTrade vottað. Ef þið viljið nota sætt súkkulaði eins og t.d. suðusúkkulaði eða annað baksturssúkkulaði, þá er ráð að minnka aðeins sykurinn í uppskriftinni á móti. 


Vegan banana muffins - Bakstur Muffins

Ljúffengar bananamuffins sem er tilvalið að baka þegar bananarnir á eldhúsborðinu eru komnir á síðasta snúning. Auðveld uppskrift sem krakkarnir hafa gaman af að spreyta sig á. Dásamlegar með helgarkaffinu.

Orkukúlur - Orkustykki Sælgæti Vor

Þessar einföldu orkukúlur eru frábært nesti í útivistina. Þær eru líka upplagt nammi og virkilega ljúffengar með kaffinu. 

Súkkulaði muffins - Bakstur Muffins

Vegan súkkulaðimuffins eru tilvalið helgartrít. Hráefnið er lífrænt ræktað og bragðið er gott!

Krydduð bláberjasulta - Haust Sultur

Þessi bláberjasulta er þykkt með chiafræjum. Kryddið, mórberin og kókospálmasykurinn gefa sultunni karakter og dásamlegt bragð.
 

Konfektmolar - Sælgæti Vetur

Þessir dásamlegu marsípanmolar eru einfaldir og ljúffengir. Gott nammi til að eiga í frystinum.

Súkkulaði avókadó terta - Kökur

Þessi ljúffenga avókadó súkkulaðiterta hreinlega bráðnar í munni! Tertuna er ofureinfalt að útbúa, enda bara 4 innihaldsefni sem til þarf. Í kremið notum við avókadó og súkkulaðið frá Himneskt sem er vönduð hágæða vara, lífrænt og fairtrade vottað. Fyrir þá sem vilja hafa tertuna vegan hentar að nota dökka 71% súkkulaðið eða möndlusúkkulaðið. Tertan er dásamleg borin fram með ferskum berjum, eða frosnum.    
  

Avókadó trufflur - Sælgæti

Dásamlega rjómakenndar súkkulaðitrufflur gerðar úr avókadó, sem gefur trufflunum lungamjúka áferð.

Vegan súkkulaðikaka - Kökur

Þessi mjúka súkkulaðikaka er bæði góð með kremi og kremlaus. Uppskriftin gefur eina minni köku, fyrir stóra köku má tvöfalda uppskriftina. 

Berjabaka - Haust Kökur

Gott er að nota íslensk bláber og heimalagaða sultu í þessa böku, en hún er líka ljómandi góð með þeim berjum sem til eru hverju sinni. 

Súkkulaði með hnetum - Sælgæti

Ljúffengt og auðvelt heimagert nammi með hnetum og fræjum. Tilvalið að eiga mola í frystinum.


Sörukaka - Kökur Vetur

Þessi kaka er innblásin af vegan sörum, hún er tilvalin ef tíminn er af skornum skammti.


Hafra- og heslihnetukökur - Smákökur Vetur

Ljúffengar haframjöls-smákökur með heslihnetum og súkkulaðibitum. Ekta aðventukökur.

Hafrakökur - Smákökur

Þessar ljúffengu hafrakökur eru frábærar núna á aðventunni, ekki alveg jafn dísætar og jólasmákökurnar, en fínar fyrir þá sem langar í kósý bakstursstund í skammdeginu. Upplagt er að nota holla fitugjafa í baksturinn, við notum ólífuolíu og möndlusmjör í þessa uppskrift, og útbleytt chiafræ til að binda kökurnar saman. Nú er um að gera að hafa það huggulegt.

Hnetusmjörskúlur - Sælgæti Vetur

Þessir dásamlegu hnetusmjörsmolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir. Tilvalið föndur fyrir fjölskyldustund. 

Kókosmolar - Sælgæti Vor

Þessir dásamlegu kókosmolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir.


Salthnetubitar - Sælgæti Vor

Konfektgerð er skemmtileg fyrir páska. Þessir dásamlegu salthnetumolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir.

Piparkökur - Smákökur Vetur

Mikil stemning er í kringum piparkökubakstur á aðventunni, enda tilvalin fjölskyldustund að skera út allskyns skemmtileg form og fígúrur í piparkökudeig. Hér höfum við góða uppskrift að piparkökum úr lífrænt ræktuðu hráefni og grófu mjöli í bland við fínna. Kökurnar eru ekki jafn sætar og piparkökur úr búðinni. Uppskriftin er vegan.

Súkkulaði smákökur - Smákökur Vetur

Frábærar jólakökur fyrir þá sem eru hrifnir af súkkulaði. Bakaðar úr lífrænt ræktuðu hráefni. 


Rabarbara eftirréttur - Kökur Sumar Vor

Ef þið eigið rabarbara í garðinum er upplagt að nýta hann í ljúffengan eftirrétt, með haframjöli og kanil. Bestur borinn fram volgur með góðum ís eða þeyttum jurtarjóma.

Súkkulaði sætt m/döðlum - Sælgæti Vor

Í þessa uppskrift að páskasúkkulaði notum við döðlur í staðinn fyrir hreinan sykur til að gefa sætt bragð. Virkilega gott súkkulaði úr lífrænt ræktuðu hráefni. Hægt er að gera alveg hreina súkkulaðimola, eða bæta allskyns góðgæti við eins og ristuðum hnetum og fræjum eða rúsínum, ef vill. 

Vegan súkkulaði rjómi - Bollur Krem Vetur

Tilvalin fylling í bolludags bollur.


Glassúr - Bollur Krem Vetur

Tilvalinn á bolludagsbollur

Súkkulaði og hnetukaramellu bollur - Bakstur Bollur Vetur

Vegan bolludags bollur úr lífrænt ræktuðu spelti með hnetukaramellu og súkkulaðirjóma.

Fylltar bollur - Bakstur Bollur Vetur

Mjúkar gerbollur úr lífrænu spelti.

Súkkulaði er sett inn í deigið áður en bollurnar eru bakaðar. Þær eru síðan bornar fram með niðurskornum jarðaberjum og þeyttum hafrarjóma. Lokið má skreyta með flórsykri

Hnetusmjörs smákökur - Smákökur

Ljúffengar hnetusmjörs smákökur, glútenlausar og vegan. 

Valentínusarkökur -

Dásamlegar kökur með jarðaberjakremi og súkkulaði. Upplagt að útbúa hjartalaga kökur fyrir valentínusardaginn.
(En þær bragðast alveg jafn dásamlega vel í hringlaga formi!).

Súkkulaði Fudge -

Heimagert lífrænt súkkulaðifudge sem svalar súkkulaðiþörfinni þegar hún hellist yfir.
Við notum bæði möndlusmjör og tahini, sem gefa góða áferð, holla fitu og ýmis næringarefni. Að auki notum við annað hvort kókosolíu eða kakósmjör, eftir því hvaða áferðareiginleikum við erum að sækjast eftir. Ef ætlunin er að bera súkkulaðið á borð fyrir gesti er snjallt að nota kakósmjör því það er stífara við stofuhita og heldur sér betur. En þegar við erum að laga súkkulaði til að eiga í frystinum (hugsað til að laumast sjálf í einn og einn mola) þá gefur kókosolían betri áferð. Hún er á mörkum þess að vera fljótandi við stofuhita (ef stofan er hlý) og því bráðnar súkkulaðið ef það stendur lengi á borðinu. Molarnir eru passlega mjúkir nýkomnir úr frystinum. 

Kanilsnúðar - Bakstur Brauð og bakstur Haust Vetur

Í skammdeginu er tilvalið að baka mjúka kanilsnúða og fá ljúfan ilm í eldhúsið. Þessir snúðar eru vegan og því er notuð kókosolía í staðinn fyrir smjör. Þeir sem vilja fá smjörkeim geta notað vegan smjör, t.d. frá Earth balance í staðinn, það kemur mjög vel út. Við völdum kókospálmasykur í fyllinguna því okkur finnst hann blandast sérlega vel með kanilnum og gefa góðan keim. 

Bláberja og sólberjasulta - Haust Sultur

Þessi bláberja og sólberjasulta er sætt með döðlum. Sólberin gefa gott súrsætt bragð sem blandast vel við mild bláberin. Gott er að hafa í huga að geymsluþolið er styttra fyrir sultur sem ekki eru sættar með hreinum sykri. Hægt er að frysta hluta af sultunni ef geyma á lengi.

Bláberjasulta - Haust Sultur

Þessi sulta inniheldur mun minna af sykri en hefðbundnar sultur og geymsluþolið er því skert. Sulta sem ekki á að borða fljótlega geymist best í frysti.