Peruterta

Ávextir Kökur

 • Vegan peruterta
 • Vegan: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Uppskriftin miðast við form sem er 26cm í þvermál

 • Botn

 • 200 g fínt spelt, lífrænt frá Himneskt
 • ¾ tsk vínsteinslyftiduft
 • ½ tsk matarsódi
 • 125 g hrásykur, lífrænn frá Himneskt
 • 60 ml ólífuolía, lífræn frá Himneskt
 • 150 ml möndlumjólk eða önnur jurtamjólk
 • 50 ml sódavatn
 • 1 tsk vanilla
 • nokkur saltkorn

  Perur

 • 4 perur, vel þroskaðar
 • 5 dl eplasafi
 • 2-3 msk engiferskot, frá Himneskt (hægt að nota 5 cm bita ferskan engifer)
 • 1 tsk vanilla
 • ¼ tsk sjávarsalt

  Súkkulaðirjómi

 • 1 peli þeytanlegur jurtarjómi 
 • 50g  71% súkkulaði, lífrænt frá Himneskt

Botn

Byrjið á að gera formið (26 cm þvermál) tilbúið og setjið bökunarpappir í botninn.
Kveikið á ofninum og stillið á 170°C.
Sigtið speltið, vínsteinslyftiuftið og matarsódann og setjið í skál, bætið hrásykrinum og saltinu út í.
Blandið olíu, jurtamjólk og vanillu saman.
Hellið út í þurrefnablönduna og hrærið saman, gott að nota hrærivél eða handþeytara.
Hrærið í 1-2 mín eða þar til þetta verður að kekklausu deigi. Síðustu 5 sekúndurnar þá hellið þið sódavatninu út í og létt blandið. Þetta er gert til að fá loft í deigið.
Hellið deiginu strax í formið og setjið inn í heitann ofninn.
Bakið við 170°C í 35-40 mín.Perur

Skerið perurnar í tvennt, kjarnhreinsið og afhýðið.
Setjið í pott ásamt eplasafa, engiferskoti, vanillu og salti.
Látið suðuna koma upp og sjóðið perurnar við vægan hita í um 20 mín, loklaust.
Slökkvið undir hellunni og leyfið perunum að kólna í pottinum.
Vætið kökubotninn með 3-4 msk af perusafa.
Leggið perurnar fallega ofan á kökubotninn.
Setjið að lokum súkkulaðirjómann yfir.Súkkulaðirjómi

Þeytið jurtarjómann í hrærivél, það virkar ekki jafn vel að handþeyta. Fylgist sérstaklega vel með að þeyta ekki of mikið.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
Kælið súkkulaðið í smá stund og hrærið síðan rólega saman við rjómann í hrærivélinni. Passið aftur að hræra ekki of mikið.
Smyrjið rjómanum yfir perurnar.