Sætindi

Fyrirsagnalisti

Valhnetu kaffi kaka - Kökur Vetur

Þessi kaka er mjög góð með kaffinu. Við notum döðlur, valhnetur, ólífuolíu, gríska jógúrt, spelt og fleira gott hráefni í kökuna. Svo hellum við kaffiglassúr yfir áður en hún er borin fram.

Vegan frönsk súkkulaðikaka - Kökur

Dásamleg frönsk súkkulaðikaka. Við notum hvorki egg né mjólkurvörur í þessa uppskrift, svo hún vegan.

Tahini brownies - Kökur

Tahini brownies eru ótrúlega bragðgóðar og hafa þessa skemmtilegu brownie áferð.


Möndlukaka með rabarbara - Kökur

Einföld og sumarleg möndlukaka með rabarbara.
Rabarbarinn er fyrsta uppskera sumarsins í mörgum görðum og það er svo gaman að nýta hann jafnt og þétt í eftirrétti.
Þessi kaka er frábær borin fram með ís, þeyttum eða sýrðum rjóma og svo er frábært að hafa smávegis af rabarbarasultu með ef hún er til.

Vegan ostakaka - Bakstur Kökur

Dýrindis ostakaka, með súkkulaðihnetusmjöri og fullt af ferskum berjum.  Tilvalinn páskadesert.

Þessa ostaköku væri snjallt að baka daginn áður og geyma í kæli. Og skreyta síðan með fullt af ferskum berjum þegar hún er borin fram.
Kakan geymist í kæli í viku án berja, svo það er alveg óhætt að baka hana fram í tímann.


Banana og heslihnetu kaka - Kökur

Þessi bragðgóða kaka er hæfilega sæt, með banana, súkkulaði og heslihnetum.
Í kökuna notum við tvo banana til að sæta og getum þannig minnka sykurmagnið.
Upplagt að baka og hafa með helgarkaffinu.


Súkkulaði og rauðrófu muffins - Krem Kökur Muffins

Þessar ljúffengu bollakökur er tilvalið að baka um helgina

Peruterta - Ávextir Kökur

Uppskriftin miðast við form sem er 26cm í þvermál

Berjadraumur - Ávextir Bakstur Haust Kökur

Í þessa berjapæju má nota rifsber, sólber og jarðaber úr garðinum, eða einfaldlega frosin ber úr búðinni, t.d. góða berjablöndu.

Sólberjakökur m hvítu súkkulaði - Bakstur Haust Kökur

Þessar mjúku kökur með hvítu súkkulaði og sólberjum eru dásamlegar volgar úr ofninum. Til að fá smá jafnvægi í kökurnar notum við líka tófú og rauðrófur, en hvíta súkkulaðið, sólberin og kryddin gefa samt sem áður bragðið.

Sultan sem er notuð getur verið heimagerð eða keypt, má vera annarskonar sulta en sólberjasulta. Mjög gott er að hella smávegis af sólberjasultu yfir kökurnar þegar þær eru bornar fram.


Sítrónukaka - Kökur

Hvað er betra á góðum degi en mjúk sítrónukaka með sítrónuglassúr?

Jarðaberja baka - Ávextir Haust Kökur Sumar

Nú eru íslensku jarðaberin komin í búðirnar, og tilvalið að útbúa jarðaberjaböku til að bera fram með góðum ís.

Blondínur - Kökur

Vegan blondínur eru ljúffengar karamellukenndar kökur, mjög góðar með ferskum berjum.

Súkkulaði avókadó terta - Kökur

Þessi ljúffenga avókadó súkkulaðiterta hreinlega bráðnar í munni! Tertuna er ofureinfalt að útbúa, enda bara 4 innihaldsefni sem til þarf. Í kremið notum við avókadó og súkkulaðið frá Himneskt sem er vönduð hágæða vara, lífrænt og fairtrade vottað. Fyrir þá sem vilja hafa tertuna vegan hentar að nota dökka 71% súkkulaðið eða möndlusúkkulaðið. Tertan er dásamleg borin fram með ferskum berjum, eða frosnum.    
  

Vegan súkkulaðikaka - Kökur

Þessi mjúka súkkulaðikaka er bæði góð með kremi og kremlaus. Uppskriftin gefur eina minni köku, fyrir stóra köku má tvöfalda uppskriftina. 

Berjabaka - Haust Kökur

Gott er að nota íslensk bláber og heimalagaða sultu í þessa böku, en hún er líka ljómandi góð með þeim berjum sem til eru hverju sinni. 

Sörukaka - Kökur Vetur

Þessi kaka er innblásin af vegan sörum, hún er tilvalin ef tíminn er af skornum skammti.


Rabarbara eftirréttur - Kökur Sumar Vor

Ef þið eigið rabarbara í garðinum er upplagt að nýta hann í ljúffengan eftirrétt, með haframjöli og kanil. Bestur borinn fram volgur með góðum ís eða þeyttum jurtarjóma.