Sætindi

Fyrirsagnalisti

Berjadraumur - Ávextir Bakstur Kökur

Í þessa berjapæju má nota ný bláber úr berjamó, eða rifsber, sólber og jarðaber úr garðinum, eða einfaldlega frosin ber úr búðinni. Notið þau ber sem þið eigið eða eru í uppáhaldi.

Sítrónukaka - Kökur

Hvað er betra á góðum degi en mjúk sítrónukaka með sítrónuglassúr?

Blondínur - Kökur

Vegan blondínur eru ljúffengar karamellukenndar kökur, mjög góðar með ferskum berjum.

Möndlukaka með rabarbara - Kökur

Einföld og sumarleg möndlukaka með rabarbara.
Rabarbarinn er fyrsta uppskera sumarsins í mörgum görðum og það er svo gaman að nýta hann jafnt og þétt í eftirrétti.
Þessi kaka er frábær borin fram með ís, þeyttum eða sýrðum rjóma og svo er frábært að hafa smávegis af rabarbarasultu með ef hún er til.

Vegan ostakaka - Bakstur Kökur

Dýrindis ostakaka, með súkkulaðihnetusmjöri og fullt af ferskum berjum.  Tilvalinn páskadesert.

Þessa ostaköku væri snjallt að baka daginn áður og geyma í kæli. Og skreyta síðan með fullt af ferskum berjum þegar hún er borin fram.
Kakan geymist í kæli í viku án berja, svo það er alveg óhætt að baka hana fram í tímann.


Snikkersbitar - Kökur

Þessir fljótlegu snikkersbitar slá alltaf í gegn! Molarnir eru ljúffengir og saðsamir og uppskriftin gerist ekki einfaldari. 

Límónuterta - Kökur

Avókadó leikur aðalhlutverkið í þessari einföldu en dásamlega bragðgóðu böku sem kemur alltaf á óvart og slær í gegn!

Súkkulaði avókadó terta - Kökur

Þessi ljúffenga avókadó súkkulaðiterta hreinlega bráðnar í munni! Tertuna er ofureinfalt að útbúa, enda bara 4 innihaldsefni sem til þarf. Í kremið notum við avókadó og súkkulaðið frá Himneskt sem er vönduð hágæða vara, lífrænt og fairtrade vottað. Fyrir þá sem vilja hafa tertuna vegan hentar að nota dökka 71% súkkulaðið eða möndlusúkkulaðið. Tertan er dásamleg borin fram með ferskum berjum, eða frosnum.    
  

Vegan súkkulaðikaka - Kökur

Þessi mjúka súkkulaðikaka er bæði góð með kremi og kremlaus. Uppskriftin gefur eina minni köku, fyrir stóra köku má tvöfalda uppskriftina. 

Berjabaka - Haust Kökur

Gott er að nota íslensk bláber og heimalagaða sultu í þessa böku, en hún er líka ljómandi góð með þeim berjum sem til eru hverju sinni. 

Rabarbara eftirréttur - Kökur Sumar Vor

Ef þið eigið rabarbara í garðinum er upplagt að nýta hann í ljúffengan eftirrétt, með haframjöli og kanil. Bestur borinn fram volgur með góðum ís eða þeyttum kókosrjóma.