Sætindi

Fyrirsagnalisti

Hafraklattar - Smákökur Vetur

Notalegt er að baka góðgæti eins og hafraklatta í skammdeginu. Þessir eru úr lífrænt ræktuðum höfrum og spelti.

Valhnetu kaffi kaka - Kökur Vetur

Þessi kaka er mjög góð með kaffinu. Við notum döðlur, valhnetur, ólífuolíu, gríska jógúrt, spelt og fleira gott hráefni í kökuna. Svo hellum við kaffiglassúr yfir áður en hún er borin fram.

Hindberja ís - Ís Vetur

Þessi ljúffengi og ferski hindberja ís er frábær eftirréttur eftir góðan mat.

Mjög einfaldur og fljótlegur að útbúa.

Möndlu biscotti - Smákökur Vetur

Tvíbökur með möndlum eru gerðar til að dýfa í góðan drykk, til dæmis kaffi, te eða kakó.
Frábærar að eiga á aðventunni, og notaleg heimagerð jólagjöf.
Við notuðum lífrænt Himneskt hráefni í þessar kökur.


Vegan kökur innblásnar af Sörum - Smákökur Vetur

Sörur eru vinsælar á aðventunni, þegar smákökur eru bakaðar af miklum móð á mörgum íslenskum heimilum. 

Þau sem hafa valið sér vegan lífsstíl, eða hafa ofnæmi fyrir eggjum, borða þó ekki klassískar sörur.
Okkur langaði að spreyta okkur á því að baka eggjalausar kökur sem væru innblásnar af sörum. Eftir smá tilraunastarfssemi fæddist þessi uppskrift og kökurnar eru svaaakalega góðar.

Kökurnar eru eins og áður sagði innblásnar af sörum, en bragðast auðvitað ekki nákvæmlega eins, enda annað hráefni notað. Tilfinningin er samt mjög góð... ...að finna þunnan súkkulaðihjúpinn brotna undan tönnunum, sökkva svo í dásamlegt kaffikrem og enda í mjúkum og pínu karamellukenndum möndlubotni. Fullkomnun!

Smákökur - Smákökur Vetur

Ljúffengar smákökur úr lífrænt ræktuðu hráefni.


Súkkulaðibitakökur - Smákökur Vetur

Í þessar dýrindis súkkulaðibitakökur notum við 71% súkkulaðið okkar, sem er fairtrade vottað og gefur ríkulegt súkkulaðibragð.
Hráefnið er lífrænt ræktað og uppskriftin hentar vegan lífsstíl. 

Lakkrís kókos smákökur - Smákökur Vetur

Rosalega góðar smákökur úr lífrænt ræktuðu hráefni, að mestu.


Rúsínukökur - Smákökur Vetur

Vegan smákökur úr Himnesku hráefni. Kókosinn og rúsínurnar fara svo vel saman í þessum dásamlegu smákökum. 

Hnetusmjörs og súkkulaðibita kökur - Smákökur Vetur

Hér eru á ferðinni djúsí súkkulaðibitakökur fyrir hnetusmjörs aðdáendur. Lífrænt ræktað hráefni, ríkulegt hnetusmjörsbragð og dökkt súkkulaði: Himnesk blanda!
Uppskriftin er vegan og hentar einnig þeim sem ekki borða hveiti.
Í kökurnar notum við 71% dökkt súkkulaði frá Himneskt, sem er FairTrade vottað. Ef þið viljið nota sætt súkkulaði eins og t.d. suðusúkkulaði eða annað baksturssúkkulaði, þá er ráð að minnka aðeins sykurinn í uppskriftinni á móti. 


Konfektmolar - Sælgæti Vetur

Þessir dásamlegu marsípanmolar eru einfaldir og ljúffengir. Gott nammi til að eiga í frystinum.

Sörukaka - Kökur Vetur

Þessi kaka er innblásin af vegan sörum, hún er tilvalin ef tíminn er af skornum skammti.


Hafra- og heslihnetukökur - Smákökur Vetur

Ljúffengar haframjöls-smákökur með heslihnetum og súkkulaðibitum. Ekta aðventukökur.

Hnetusmjörskúlur - Sælgæti Vetur

Þessir dásamlegu hnetusmjörsmolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir. Tilvalið föndur fyrir fjölskyldustund. 

Piparkökur - Smákökur Vetur

Mikil stemning er í kringum piparkökubakstur á aðventunni, enda tilvalin fjölskyldustund að skera út allskyns skemmtileg form og fígúrur í piparkökudeig. Hér höfum við góða uppskrift að piparkökum úr lífrænt ræktuðu hráefni og grófu mjöli í bland við fínna. Kökurnar eru ekki jafn sætar og piparkökur úr búðinni. Uppskriftin er vegan.

Súkkulaði smákökur - Smákökur Vetur

Frábærar jólakökur fyrir þá sem eru hrifnir af súkkulaði. Bakaðar úr lífrænt ræktuðu hráefni. 


Vegan súkkulaði rjómi - Bollur Krem Vetur

Tilvalin fylling í bolludags bollur.


Glassúr - Bollur Krem Vetur

Tilvalinn á bolludagsbollur

Súkkulaði og hnetukaramellu bollur - Bakstur Bollur Vetur

Vegan bolludags bollur úr lífrænt ræktuðu spelti með hnetukaramellu og súkkulaðirjóma.

Fylltar bollur - Bakstur Bollur Vetur

Mjúkar gerbollur úr lífrænu spelti.

Súkkulaði er sett inn í deigið áður en bollurnar eru bakaðar. Þær eru síðan bornar fram með niðurskornum jarðaberjum og þeyttum hafrarjóma. Lokið má skreyta með flórsykri

Kanilsnúðar - Bakstur Brauð og bakstur Haust Vetur

Í skammdeginu er tilvalið að baka mjúka kanilsnúða og fá ljúfan ilm í eldhúsið. Þessir snúðar eru vegan og því er notuð kókosolía í staðinn fyrir smjör. Þeir sem vilja fá smjörkeim geta notað vegan smjör, t.d. frá Earth balance í staðinn, það kemur mjög vel út. Við völdum kókospálmasykur í fyllinguna því okkur finnst hann blandast sérlega vel með kanilnum og gefa góðan keim.