Hnetusmjörskúlur

Sælgæti Vetur

  • Auðvelt
  • hnetusmorskulur
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessir dásamlegu hnetusmjörsmolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir. Tilvalið föndur fyrir fjölskyldustund. 

  • 100g döðlur
  • 1 dl hreint hnetusmjör, fínt
  • 2 msk kókosolía (fljótandi)
  • hýðið af 1 lífrænni appelsínu 
  • 200g dökkt súkkulaði 71%

Saxið döðlurnar smátt setjið í matvinnsluvél með hnetusmjörinu, kókosolíunni og appelsínuhýðinu. 

Gott er að setja fyllinguna í smá stund inn í ísskáp og láta stífna svo auðvelt sé að móta kúlur. 

Geymið kúlurnar í frystinum/kæli á meðan súkkulaðið er brætt, þannig verður húðunin auðveldari.

Bræðið 71% dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði.

Dýfið köldum kúlum í súkkulaðið og leggið á grind/bökunarpappír og látið storkna.

Geymið í kæli/frysti.