Sætindi

Fyrirsagnalisti

Súkkulaðimús - Frauð

Þessi vegan súkkulaðimús er gerð úr dökku lífrænu súkkulaði og aquafaba. Aquafaba er vökvinn (soðið) af kjúklingabaunum, þegar vökvinn er þeyttur í hrærivél umbreytist hann eins og fyrir töfra í stífa froðu sem minnir á þeyttar eggjahvítur. Frábær nýting á hráefni sem færi annars til spillis.

Tilvalið að skella í súkkulaðimús í eftirrétt, þegar kjúklingabaunaréttur er í matinn, t.d. falafel, hummus eða pottréttur og nýta soðið í súkkulaðimús.

Vegan súkkulaðimús - Frauð

Ofur einföld uppskrift að vegan súkkulaðimús. Aðeins tvö hráefni. Mjög góð borin fram með fullt af ferskum berjum.