Morgunverður
Morgunverður
Fyrirsagnalisti
Brownie hafrabaka - Bakstur Dögurður
Þessa haframjölsböku er gott að bera fram volga með þinni uppáhalds jógúrt og jafnvel ferskum berjum eða ávöxtum. Tilvalin í helgarbrunch.
Spari múslí - Múslí
Þessi uppskrift er algjör lúxus. Okkur finnst gott að nota múslíið út margt, t.d. á jógúrt, chiagraut, hafragraut og meira að segja líka út á ís og deserta.
French toast - Dögurður
French toast er tilvalið í helgar brunch. Snjallt er að nýta dagsgamalt súrdeigsbrauð í french toast.
Þessi uppskrift er vegan, í staðinn fyrir egg notum við kókosmjólk, banana og chiafræ.
Acai eða sólberja skál - Hristingar
Himneska hnetusmjörið er dásamlegt út á skálina, ásamt lífrænu haframúslí og ferskum ávöxtum.
Berja mulningur - Dögurður Haust
Notið þau ber sem þið eigið hverju sinni. Frosin ber úr búðinni, eða rifsber, sólber, jarðarber, hindber úr garðinum, eða bláber úr berjamó. Að þessu sinni notuðum við hindber og bláber og nokkur rifsber, það var góð samsetning.
Berja mulningurinn er ekki jafn sætur og berjapæ, því hann er hugsaður sem morgunverður.
Við setjum próteinduft út í til að gera hann saðsamari. Það má sleppa próteinduftinu, en þá er gott að setja ögn af sykri út á berin, því flest próteinduft sæta aðeins.
Haframjölsbaka - Dögurður
Útilegu mix - Grautar
Nú er tími ferðalaganna genginn í garð. Hvort sem á planinu er ferð í bústað, útilegu eða annað finnst mörgum gott að hafa staðgóðan morgunverð með í för. Helst svolítið trefjaríkan til að halda meltingunni í þokkalegum málum.
Þá er upplagt að útbúa þurrt grautar mix áður en lagt er af stað. Hægt er að nota mixið hvort sem þið hafið aðgang að eldunaraðstöðu eða ekki.
Þessi uppskrift miðast við einn skammt, svo auðvelt er að ákveða hversu marga skammta á að taka með og stækka uppskriftina eftir því.
Brauð með avókadó og kasjúosti - Dögurður
Þessi uppskrift er hugsuð fyrir tvo. Það verður afgangur af smurostinum, svo ef þið viljið útbúa brauð fyrir fjóra, þá er nóg að tvöfalda allt nema smurostinn.
Súkkulaði chiagrautur - Grautar
Berjasjeik með brokkolí - Hristingar
Hægt er að laga hann að smekk, t.d. vilja sumir hafa sjeikana sína sætari á bragðið, þeir setja þá meira af banana eða bæta 2-3 döðlum við. Fyrir minna sætan sjeik má setja avókadó í staðinn fyrir bananann.
Jarðaberjasjeik - Hristingar
Þeir sem vilja geta bætt einhverju næringarríku út í eins og lúku af spínati eða msk af hörfræolíu.... eða bara því sem ykkur langar í.
En svona er hann algjört nammi.
Skammtur fyrir fjóra.
Túrmerik og hampsjeik - Hristingar
Hafragrautur með hnetusmjöri - Grautar
Hafragrautur er sígildur morgunverður, enda hollur og bragðgóður. Hafið þið prófað að setja skeið af hnetusmjöri út á grautinn? Hvílíkur lúxus! Grauturinn verður saðsamari fyrir vikið og orkan endist aðeins lengur. Út á grautinn er gott að setja ávexti, t.d. epli, peru, banana, ber eða rúsínur.
Chiagrautur - fyrir vikuna - Grautar
Þetta er grunnuppskrift að chiagraut sem geymist í 5 daga í kæli. Uppskriftin gefur u.þ.b. 5-6 skammta og því upplagt að útbúa graut sem endist út vikuna. Gott er að bera grautinn fram með söxuðum möndlum, berjum og mjólk að eigin vali.
- 2 dl chiafræ
- 6 dl jurtamjólk
- (t.d. kókosmjólk og möndlumjólk til helminga)
- 1 tsk vanilluduft
- ¼ tsk sjávarsalt
Setjið innihaldsefnin í skál og hrærið saman með skeið, eða hrærið í hrærivél.
Geymið í loftþéttu íláti inni í kæli. Grauturinn geymist í 5 daga ef notuð er jurtamjólk úr fernu, en 3 daga ef notuð er heimagerð jurtamjólk.
Chiagrautur með hindberjum - Grautar
Suma morgna er heimsins besta tilfinning að uppgötva að það er til tilbúinn morgunmatur í ísskápnum! Gott ráð er að útbúa stóran skammt af hreinum chiagraut sem geymist í u.þ.b. 5 daga í kæli í lokuðu íláti. Svo er fljótlegt að ná sér í hæfilegan skammt í skál og setja eitthvað góðgæti út á. Í þessari útgáfu eru það hindber, kakónibbur og granateplakjarnar, ásamt dásamlegri hindberjamjólk.
Perugrautur - Grautar
Súkkulaði og hindberjasmoothie - Hristingar
Ljúffengur súkkulaði-avókadósmoothie með frískandi hindberjamauki í botninum. Þessi smoothie er tilvalinn í morgunsárið eða sem millimál, þegar við þrufum smá dekur. Hægt er að breyta þessum smoothie í desert með því að auka á döðluskammtinn, eða bæta við öðrum sætugjafa eins og t.d. hlynsírópi.
Hafragrautur með súkkulaði og appelsínum - Dögurður Grautar
Himneskur hafragrautur - Grautar
Þetta er frábær morgungrautur sem þarf ekki að elda heldur bara leggja í bleyti yfir nótt.
Lummur með chiafræjum - Dögurður
- 2 dl spelt
- 1/2 dl tröllahafrar eða haframjöl
- 1/2 dl möluð chiafræ (möluð í kryddkvörn)
- 1 tsk. vínsteinslyftiduft
- 1 tsk vanilla
- 1/2 tsk kanill
- 1/4 salt
- 2 1/2 dl möndlumjólk eða hrísmjólk
- 2 msk kókosolía eða önnur góð olía
- 2 msk útbleytt chiafræ (1/4 fræ, 3/4 vatn)