Morgunverður

Fyrirsagnalisti

French toast - Dögurður

French toast er tilvalið í helgar brunch. Snjallt er að nýta dagsgamalt súrdeigsbrauð í french toast.

Þessi uppskrift er vegan, í staðinn fyrir egg notum við kókosmjólk, banana og chiafræ.

Bleikur chiagrautur - Grautar

Bleikur og bragðgóður chiagrautur.


Brauð með avókadó og kasjúosti - Dögurður

Ristað súrdeigsbrauð með kasjúosti, avókadó og paprikumauki. Frábært í morgunmat, hádegismat eða í brunch.
Þessi uppskrift er hugsuð fyrir tvo. Það verður afgangur af smurostinum, svo ef þið viljið útbúa brauð fyrir fjóra, þá er nóg að tvöfalda allt nema smurostinn.


Lúxus grautur - Grautar

Lúxus hafragrautur fyrir sælkera

Súkkulaði chiagrautur - Grautar

Þessi uppskrift gefur um það bil 5 skammta af chiagraut. Grauturinn geymist einmitt í 5 daga í kæli í loftþéttu íláti.
 

Berjasjeik með brokkolí - Hristingar

Mildur og fjölskylduvænn berjasjeik með brokkolí og avókadó.
Hægt er að laga hann að smekk, t.d. vilja sumir hafa sjeikana sína sætari á bragðið, þeir setja þá meira af banana eða bæta 2-3 döðlum við. Fyrir minna sætan sjeik má setja avókadó í staðinn fyrir bananann. 

Jarðaberjasjeik - Hristingar

Þessi er flauelsmjúkur og ljúffengur. Algjör lúxus sjeik sem krakkarnir elska.
Þeir sem vilja geta bætt einhverju næringarríku út í eins og lúku af spínati eða msk af hörfræolíu.... eða bara því sem ykkur langar í.
En svona er hann algjört nammi.

Kínóa skál - Dögurður

Þessi skál er virkilega bragðgóð og fer vel í maga. Hún er tilvalin í hádeginu og jafnvel enn betri í morgunsárið, þegar við höfum tíma til að dekra við okkur. Oft erum við vön sætu bragði á morgnana, en þessi skál fer í aðra átt með bragðlaukana. Upplagt að prófa einn ljúfan helgarmorgun þegar rýmri tími gefst fyrir morgunmatinn. 

Túrmerik og hampsjeik - Hristingar

Þessi hristingur er mildur og góður í morgunsárið. Ef þið viljið meira bragð er um að gera að smakka hann til eftir smekk.

Hafragrautur með hnetusmjöri - Grautar

Hafragrautur er sígildur morgunverður, enda hollur og bragðgóður. Hafið þið prófað að setja skeið af hnetusmjöri út á grautinn? Hvílíkur lúxus! Grauturinn verður saðsamari fyrir vikið og orkan endist aðeins lengur. Út á grautinn er gott að setja ávexti, t.d. epli, peru, banana, ber eða rúsínur. 

Chiagrautur - fyrir vikuna - Grautar

Þetta er grunnuppskrift að chiagraut sem geymist í 5 daga í kæli. Uppskriftin gefur u.þ.b. 5-6 skammta og því upplagt að útbúa graut sem endist út vikuna. Gott er að bera grautinn fram með söxuðum möndlum, berjum og mjólk að eigin vali. 

 • 2 dl chiafræ
 • 6 dl jurtamjólk 
 • (t.d. kókosmjólk og möndlumjólk til helminga)
 • 1 tsk vanilluduft
 • ¼ tsk sjávarsalt

Setjið innihaldsefnin í skál og hrærið saman með skeið, eða hrærið í hrærivél.
Geymið í loftþéttu íláti inni í kæli. Grauturinn geymist í 5 daga ef notuð er jurtamjólk úr fernu, en 3 daga ef notuð er heimagerð jurtamjólk.

Chiagrautur með hindberjum - Grautar

Suma morgna er heimsins besta tilfinning að uppgötva að það er til tilbúinn morgunmatur í ísskápnum! Gott ráð er að útbúa stóran skammt af hreinum chiagraut sem geymist í u.þ.b. 5 daga í kæli í lokuðu íláti. Svo er fljótlegt að ná sér í hæfilegan skammt í skál og setja eitthvað góðgæti út á.  Í þessari útgáfu eru það hindber, kakónibbur og granateplakjarnar, ásamt dásamlegri hindberjamjólk. 

Perugrautur - Grautar

Þessi lúxus chiagrautur er bragðgóður og saðsamur og gefur góða orku inn í daginn. Okkur finnst frábært að útbúa grautinn kvöldið áður og eiga tilbúinn graut í krukku í morgunsárið. Grauturinn er líka mjög gott millimál/nesti.

Súkkulaði og hindberjasmoothie - Hristingar

Ljúffengur súkkulaði-avókadósmoothie með frískandi hindberjamauki í botninum. Þessi smoothie er tilvalinn í morgunsárið eða sem millimál, þegar við þrufum smá dekur. Hægt er að breyta þessum smoothie í desert með því að auka á döðluskammtinn, eða bæta við öðrum sætugjafa eins og t.d. hlynsírópi. 

Hafragrautur með súkkulaði og appelsínum - Dögurður Grautar

Þessi lúxus hafragrautur er tilvalinn í helgarbrönsj, þegar okkur langar að gera okkur glaðan dag.


Himneskur hafragrautur - Grautar

Þetta er frábær morgungrautur sem þarf ekki að elda heldur bara leggja í bleyti yfir nótt. 

Lummur með chiafræjum - Dögurður

 • 2 dl spelt
 • 1/2 dl tröllahafrar eða haframjöl
 • 1/2 dl möluð chiafræ (möluð í kryddkvörn)
 • 1 tsk. vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk vanilla
 • 1/2 tsk kanill
 • 1/4 salt
 • 2 1/2 dl möndlumjólk eða hrísmjólk
 • 2 msk kókosolía eða önnur góð olía
 • 2 msk útbleytt chiafræ (1/4 fræ, 3/4 vatn)