Morgunverður

Fyrirsagnalisti

Útilegu mix - Grautar

Nú er tími ferðalaganna genginn í garð. Hvort sem á planinu er ferð í bústað, útilegu eða annað finnst mörgum gott að hafa staðgóðan morgunverð með í för. Helst svolítið trefjaríkan til að halda meltingunni í þokkalegum málum.

Þá er upplagt að útbúa þurrt grautar mix áður en lagt er af stað. Hægt er að nota mixið hvort sem þið hafið aðgang að eldunaraðstöðu eða ekki.

Þessi uppskrift miðast við einn skammt, svo auðvelt er að ákveða hversu marga skammta á að taka með og stækka uppskriftina eftir því.

Bleikur chiagrautur - Grautar

Bleikur og bragðgóður chiagrautur.


Lúxus grautur - Grautar

Lúxus hafragrautur fyrir sælkera

Súkkulaði chiagrautur - Grautar

Þessi uppskrift gefur um það bil 5 skammta af chiagraut. Grauturinn geymist einmitt í 5 daga í kæli í loftþéttu íláti.
 

Hafragrautur með hnetusmjöri - Grautar

Hafragrautur er sígildur morgunverður, enda hollur og bragðgóður. Hafið þið prófað að setja skeið af hnetusmjöri út á grautinn? Hvílíkur lúxus! Grauturinn verður saðsamari fyrir vikið og orkan endist aðeins lengur. Út á grautinn er gott að setja ávexti, t.d. epli, peru, banana, ber eða rúsínur.
Þessi uppskrift gefur einn skammt, en um að gera að tvöfalda eða margfalda fyrir fleiri.

Tröllahafra baka - Dögurður Grautar

Ljúffeng baka úr tröllahöfrum, apríkósum og bláberjum. Tilvalið að bera fram með grískri jógúrt eða þykkri jurtajógúrt t.d. þessari lífrænu frá Sojade.


Chiagrautur með hindberjum - Grautar

Suma morgna er heimsins besta tilfinning að uppgötva að það er til tilbúinn morgunmatur í ísskápnum! Gott ráð er að útbúa stóran skammt af hreinum chiagraut sem geymist í u.þ.b. 5 daga í kæli í lokuðu íláti. Svo er fljótlegt að ná sér í hæfilegan skammt í skál og setja eitthvað góðgæti út á.  Í þessari útgáfu eru það hindber, kakónibbur og granateplakjarnar, ásamt dásamlegri hindberjamjólk. 

Chiagrautur - fyrir vikuna - Grautar

Þetta er grunnuppskrift að chiagraut sem geymist í 5 daga í kæli. Uppskriftin gefur u.þ.b. 5-6 skammta og því upplagt að útbúa graut sem endist út vikuna. Gott er að bera grautinn fram með söxuðum möndlum, berjum og mjólk að eigin vali. 

  • 2 dl chiafræ
  • 6 dl jurtamjólk 
  • (t.d. kókosmjólk og möndlumjólk til helminga)
  • 1 tsk vanilluduft
  • ¼ tsk sjávarsalt

Setjið innihaldsefnin í skál og hrærið saman með skeið, eða hrærið í hrærivél.
Geymið í loftþéttu íláti inni í kæli. Grauturinn geymist í 5 daga ef notuð er jurtamjólk úr fernu, en 3 daga ef notuð er heimagerð jurtamjólk.

Perugrautur - Grautar

Þessi lúxus chiagrautur er bragðgóður og saðsamur og gefur góða orku inn í daginn. Okkur finnst frábært að útbúa grautinn kvöldið áður og eiga tilbúinn graut í krukku í morgunsárið. Grauturinn er líka mjög gott millimál/nesti.

Hafragrautur með súkkulaði og appelsínum - Dögurður Grautar

Þessi lúxus hafragrautur er tilvalinn í helgarbrönsj, þegar okkur langar að gera okkur glaðan dag.


Himneskur hafragrautur - Grautar

Þetta er frábær morgungrautur sem þarf ekki að elda heldur bara leggja í bleyti yfir nótt.