Morgunverður
Morgunverður
Fyrirsagnalisti
Súkkulaði chiagrautur - Grautar
Hafragrautur með hnetusmjöri - Grautar
Hafragrautur er sígildur morgunverður, enda hollur og bragðgóður. Hafið þið prófað að setja skeið af hnetusmjöri út á grautinn? Hvílíkur lúxus! Grauturinn verður saðsamari fyrir vikið og orkan endist aðeins lengur. Út á grautinn er gott að setja ávexti, t.d. epli, peru, banana, ber eða rúsínur.
Chiagrautur - fyrir vikuna - Grautar
Þetta er grunnuppskrift að chiagraut sem geymist í 5 daga í kæli. Uppskriftin gefur u.þ.b. 5-6 skammta og því upplagt að útbúa graut sem endist út vikuna. Gott er að bera grautinn fram með söxuðum möndlum, berjum og mjólk að eigin vali.
- 2 dl chiafræ
- 6 dl jurtamjólk
- (t.d. kókosmjólk og möndlumjólk til helminga)
- 1 tsk vanilluduft
- ¼ tsk sjávarsalt
Setjið innihaldsefnin í skál og hrærið saman með skeið, eða hrærið í hrærivél.
Geymið í loftþéttu íláti inni í kæli. Grauturinn geymist í 5 daga ef notuð er jurtamjólk úr fernu, en 3 daga ef notuð er heimagerð jurtamjólk.
Chiagrautur með hindberjum - Grautar
Suma morgna er heimsins besta tilfinning að uppgötva að það er til tilbúinn morgunmatur í ísskápnum! Gott ráð er að útbúa stóran skammt af hreinum chiagraut sem geymist í u.þ.b. 5 daga í kæli í lokuðu íláti. Svo er fljótlegt að ná sér í hæfilegan skammt í skál og setja eitthvað góðgæti út á. Í þessari útgáfu eru það hindber, kakónibbur og granateplakjarnar, ásamt dásamlegri hindberjamjólk.
Perugrautur - Grautar
Hafragrautur með súkkulaði og appelsínum - Dögurður Grautar
Himneskur hafragrautur - Grautar
Þetta er frábær morgungrautur sem þarf ekki að elda heldur bara leggja í bleyti yfir nótt.