Útilegu mix

Grautar

  • 1 manns
  • Auðvelt
  • Utilegumix-4
  • Vegan: Já

Uppskrift

Nú er tími ferðalaganna genginn í garð. Hvort sem á planinu er ferð í bústað, útilegu eða annað finnst mörgum gott að hafa staðgóðan morgunverð með í för. Helst svolítið trefjaríkan til að halda meltingunni í þokkalegum málum.

Þá er upplagt að útbúa þurrt grautar mix áður en lagt er af stað. Hægt er að nota mixið hvort sem þið hafið aðgang að eldunaraðstöðu eða ekki.

Þessi uppskrift miðast við einn skammt, svo auðvelt er að ákveða hversu marga skammta á að taka með og stækka uppskriftina eftir því.

  • 1 dl haframjöl
  • 1 tsk chiafræ
  • 4 aprikósur, smátt saxaðar
  • sjávarsalt, nokkur korn
  • 1 tsk hrásykur, ef vill en má sleppa

  • fyrir suðu er bætt út í fyrir hvern skammt:
  • 3 ½  dl vatn
  • ½ lífrænt epli, smátt saxað
Teljið saman hvað þið viljið hafa marga skammta af graut með í ferðina.
Margfaldið uppskriftina með þeim fjölda, uppskriftin að ofan miðast við einn vænan skammt.
Setjið þurrefnin í loftþétt box eða krukku.

Ef þið hafið aðgang að eldavél eða prímus:

Setjið u.þ.b. 1 - 1½ dl af mixi fyrir hvern einstakling í pottinn, ásamt jafn mörgum skömmtum af vatni og epli. Sjóðið í 3-5 mín.
Ef þið viljið getið þið borið fram með jurtamjólk að eigin vali, en þarf ekki.

Ef þið hafið ekki möguleika á að hita:

Nóttina áður setjið þið u.þ.b. 1 - 1½ dl af mixi fyrir hvern einstakling í ílát með loki, ásamt samsvarandi magni af vatni og eplum. Látið standa á kaldasta staðnum yfir nótt, t.d. í skugga í fortjaldinu.
Grauturinn er tilbúinn þegar þið vaknið.
Njótið!