Vegan "ommeletta"

Dögurður

  • Miðlungs
  • Vegan ommeletta fyllt morgunverðar pönnukaka
  • Vegan: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Frábærar morgunverðar pönnukökur úr kjúklingabaunamjöli.

  • Pönnukökur:
  • 100g kjúklingabaunamjöl (garbanzo)
  • 1 msk næringarger
  • ½ tsk salt
  • ¼ tsk turmerik
  • ¼ tsk reykt paprika
  • ½ dl ólífuolía (Himnesk)
  • 1 tsk tamarisósa (Himnesk)
  • 300ml vatn
  • Fylling:
  • Kartöflubátar (búið að baka)
  • Avókadó
  • Bakaðar baunir
  • Spínat
  • Spicy mayo

Byrjið á að baka kartöflubáta, eða notið afgangs kartöflur frá deginum áður.

Setjið kjúklingabaunamjöl og krydd í skál/hrærivélaskál og blandið saman.


Bætið olíu, tamarisósu og vatni út í og hrærið þar til þetta verður að kekklausu deigi.
Gott að nota hrærivél eða handþeytara.


Hitið olíu á pönnu og steikið pönnukökurnar ca 1 mín hvor hlið.


Setjið spínat, kartöflubáta, bakaðar baunir, avókadó og spicy mayo á annan helming pönnukökunnar, brjótið hinn helminginn yfir og njótið.