Meðhöndlun persónuupplýsinga
Umferð um vefsvæðið er mæld með þjónustu frá Plausible. Þær mælingar eru nafnlausar og byggja ekki á vafrakökum, heldur skammlífum auðkennum sem endast ekki milli daga. Þannig er mælt hversu oft einstaka síður eru skoðaðar og hversu lengi. Þau gögn er ekki hægt að rekja til einstakra notenda og ekki er hægt að tengja saman gögn um heimsóknir ákveðins notanda á ólíkum dögum.
Innsend gögn
Þegar notandi sendir okkur fyrirspurn í gegnum vefform er þar beðið um þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að við getum svarað fyrirspurninni (á borð við nafn, netfang og símanúmer). Eftir að fyrirspurn hefur borist okkur er unnið með þær upplýsingar í samræmi við okkar vinnureglur varðandi meðhöndlun tölvupósts og þess gætt að einungis þeir starfsmenn okkar sem koma að því að svara fyrirspurnum hafi aðgang að gögnunum. Milliliður í móttöku fyrirspurna er vefkerfi þjónustuaðila okkar sem hýst er í skýjalausn innan Evrópu. Innsendum gögnum er sjálfkrafa eytt úr vefkerfinu innan 180 daga og þar fer ekki fram nein frekari söfnun eða úrvinnsla gagna.