Þessi kaka er mjög góð með kaffinu. Við notum döðlur, valhnetur, ólífuolíu, gríska jógúrt, spelt og fleira gott hráefni í kökuna. Svo hellum við kaffiglassúr yfir áður en hún er borin fram.
Í nóvember og desember finnst mörgum gott að gæða sér á smákökum og hafa það notalegt. En ekki þurfa allar smákökur að vera sætar. Hér höfum við dýrindis smákökur með parmesan og púrrulauk, heslihnetum og sinnepi sem eru algjörlega ómótstæðilegar.