Núðlur, satay og tófú

Tófú

  • 3-4 manns
  • Miðlungs
  • Satay núðlur með crispy tófú
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Hrísgrjónanúðlur með grænmeti, crispý tófúbitum og ljúffengri hnetusósu.


  • Tófú og marinering

  • 500g tófú (1 pakki)
  • 1 msk sesamolía
  • 1 msk tamari
  • 1 msk hlynsíróp
  • 1 msk sesamfræ
  • 1 msk spelt
  • 1 tsk hvítlauksduft
  • ½ tsk sjávarsalt
  • Satay sósa:

  • 2 msk tamarisósa
  • 2 msk hlynsíróp
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 tsk engiferskot
  • 2 dl kókosmjólk
  • 2 dl hnetusmjör
  • 1 hvítlauksrif
  • smá biti ferskur chili eða þurrkaður chili
  • Núðlur

  • 300g hrísgrjónanúðlur
  • 1 msk sesamolía
  • 1 msk avókadóolía
  • 200g gulrætur
  • 200g hvítkál
  • 3 vorlaukar
  • 25g ferskur kóríander
  • nokkrir límónubátar

Aðferð

Tófú

Fyrsta skrefið er að marinera tófúið og baka það.
Hitið ofninn í 200°C.
Takið tófúið úr pakkanum, létt kreistið vökvann úr og skerið í litla bita ca 1,5 cm x 1,5 cm.
Hrærið saman öllu í marineringuna (sesamolíu, tamarisósu, hlynsírópi, sesamfræjum, spelti, hvítlauksdufti og sjávarsalti) og veltið svo tófúinu upp úr henni.
Bakið tófúið við 200°C í 20-25 mín, hrærið 2-3x í á meðan svo tófúið verði jafn bakað.

Satay

Útbúið satay hnetusósuna á meðan tófúið bakast.
Setjið allt hráefnið fyrir sósuna í blandara og blandið saman.

Núðlur og grænmeti

Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum, hellið í sigti og kælið.

Skerið gulræturnar í þunnar eldspýtur, hvítkálið í þunnar sneiðar og vorlaukinn í þunnar skásneiðar.
Hitið olíu á pönnu, setjið grænmetið á pönnuna og steikið við miðlungs hita þar til það er byrjað að mýkjast.

Bætið soðnum núðlunum út á pönnuna og blandið saman við grænmetið.
Hellið 3-4 msk af sataysósu út á og látið hitna vel.
Endið á að setja tófúbitana út á, stráið söxuðum kóríander yfir og berið fram.

Gott er að kreista límónu sneið yfir hvern skammt.
Svo er gott að setja restina af satay sósunni í skál og bera fram til hliðar.