Aðalréttir
Aðalréttir
Fyrirsagnalisti
Tófú skál - Skálar Sushi Tófú
Rauðrófu og kjúklingabauna skál - Skálar
Grænmetisbuff m/kapers sósu - Buff og falafel Sumar
Í þessi buff er hægt að nota hefðbundið tófú, eða heimagert linsutófú - sjá uppskrift: Linsutófú
Pizza með kartöflum og rabarbara - Pasta og pizzur Sumar
Penne með pestó - Pasta og pizzur Sumar
Himneskt pasta er framleitt úr lífrænt ræktuðu ítölsku korni. Hægt er að velja penne úr heilhveiti eða pasta úr heilmöluðu spelti. Grófar kornvörur eru trefjaríkari en fínar kornvörur, og því upplagt að velja gróft pasta fyrir heilsusamlegt mataræði.
Núðlur og grænmeti með hnetusósu - Skálar
Þetta er einfaldur og fljótlegur réttur að útbúa. Bara að sjóða núðlur, léttsteikja grænmeti og útbúa þessa dásamlegu hnetusósu. Svo má auðvitað bæta próteingjafa við ef vill, t.d. steikja smá tófú eða prótein að eigin vali, en það er ekki nauðsynlegt.
Gott er að nota það grænmeti sem er til í ísskápnum hverju sinni.
Pizza m tófú og chili - Pasta og pizzur
Það er mjög gott að hafa rabarbara á pizzunni, en ef þið eigið hann ekki til þá er hægt að nota þunnar eplasneiðar eða ananas í staðinn.
Gott er að búa til heimagert pizzadeig, sjá uppskrift að neðan, en svo er líka ljúffengt að nota tilbúinn botn, t.d. heilhveiti naan brauð frá Stonefire. (Naan brauðin frá Stonefire eru í kælinum í Hagkaup og Bónus).
One pan tófú - Ofnréttir Tófú
Sítrónu pasta - Pasta og pizzur
Um langan aldur hafa akrarnir umhverfis Montebello klaustrið í Marche á
Ítalíu verið ræktaðir án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna.
Pastahefðin á þessu svæði byggir á korninu frá ökrunum og
vinnsluaðferðunum. Þessi arfleið er grunnurinn að því pasta sem er nú
fáanlegt undir merkjum Himneskt. Þetta pasta er hægþurrkað, sem
fullkomnar bragð og áferð þess og viðheldur næringargildi hráefnisins
eins og best verður á kosið.
Kínóa salat - Skálar
Pottréttur með hnetusmjörssósu - Pottréttir
Þessi himneski pottréttur er innblásinn af indónesískri matargerð. Hnetusmjör, sætar kartöflur, blómkál, baunir, engifer og madras karrí....himnesk blanda! Pottréttinn er gott að bera fram með fullt af grænu og fersku salati. Og ef ykkur líkar kóríander, ekki spara hann. Sumstaðar er litið á kóríander sem mælikvarða á gestristni, því ríkulegra af kóríander, því höfðinglegri er gestgjafinn!
Linsubuff - Buff og falafel
Þessi uppskrift er bæði auðveld og bragðgóð. Berið buffin fram með góðri sósu og salati.
Núðlur, satay og tófú - Tófú
Skál m/ bökuðu grænmeti og kjúklingabaunum - Skálar
Skál m kjúklingabaunum og grænmeti - Skálar
Þessi skál er frábær máltíð fyrir tvo. Skálin er í góðu jafnvægi, full af góðu grænmeti og með kínóa og kjúklingabaunir sem próteingjafa. Í þessari uppskrift má skipta út grænmetinu að vild, t.d. nota bara 1-2 tegundir af fersku grænmeti í staðinn fyrir 3 osfrv.
Grillaður borgari m/salsa - Buff og falafel Grill
Á sumrin er svo gaman að grilla eitthvað gott.
Ferskt salsa gerir þennan borgara mjög sumarlegan, svo ferskt og bragðgott.
Það tekur í rauninni ekkert lengri tíma að græja salsa heldur en að
skera niður grænmeti á borgara. Salsað er það eina sem þarf að skera
niður í þessa uppskrift. Ef veðrið er gott er fínt að skera grænmetið
niður úti á palli á meðan beðið er eftir að grillið hitni.
Í þenna borgara mælum við með að nota ykkar uppáhalds grænmetisbuff. Hvort sem ykkur líkar betur baunabuff eða buff sem líkist kjöti.
Linsusúpa með engifer - Haust Súpur Vetur
Indverskar kjúklingabaunir - Pottréttir
Fyrir þá sem vilja sterkari útgáfu er upplagt að smakka til með örlitlum cayenne pipar eða chili.
(Ef þið eigið ekki öll kryddin er möguleiki að nota 1 msk garam masala í staðinn fyrir kóríander, cumin, túrmerik, kanil, pipar og kardimommur).
Gott að bera fram með lífrænum basmati hrísgrjónum, raitu og naan brauði.
(Oatly sýrður rjómi er góður í vegan raitu)
Blómkáls og kartöflu pottréttur - Pottréttir
Ratatouille með kartöflumús - Pottréttir Vetur
Framkvæmdin er einföld og frekar fljótleg, en gott er að hafa í huga að forbaka þarf kartöflurnar fyrir músina með góðum fyrirvara, en þær þurfa 1 - 1½ klst, til dæmis fínt að gera kvöldið áður og geyma í kæli.
Linsu tófú - Tófú
Stórsniðugt, frekar einfalt að framkvæma og mjög gaman að prófa.
Penne með sveppum - Pasta og pizzur
Himneska pastað er framleitt úr lífrænt ræktuðu ítölsku korni. Hægt er að velja penne pasta úr heilhveiti eða heilmöluðu spelti. Grófar kornvörur eru trefjaríkari en fínar kornvörur, og því upplagt að velja gróft pasta fyrir heilsusamlegt mataræði.
Baunasúpa m/grænmeti - Súpur Vetur
Blómkálsmús og kryddaðar baunir - Skálar
Þessi einfalda máltíð er tilbúin á 30 mínútum. Blómkálið er skorið niður og bakað í ofni, og á meðan sultum við laukinn og snöggsteikjum baunirnar og grænmetið. Svo maukum við blómkálið og þá er allt tilbúið.
Jóla krans - Tófú Vetur
Rétturinn stendur alveg einn og sér, en fer einnig vel með hefðbundnu jólameðlæti eins og waldorfsalati, rauðkáli, grænum baunum ofl.
Hægt er að búa til einn stóran hring á fallegu fati fyrir veisluborðið. Önnur leið er að raða fallega beint á minni diska, eins og á veitingastað.
Hnetusteikur vefja - Hnetusteikur Vefjur Vetur
Milli jóla og nýárs eru oft til allskyns afgangar af jólamat. Rauðkál, grænar baunir, hnetusteik og ýmislegt fleira gott má finna í ísskápnum. Gaman er að breyta afgöngum í nýja máltíð sem gefur aðra stemningu en sjálfur hátíðamaturinn og bragðast aðeins öðruvísi.
Hér gefum við uppskrift að einni vefju, en einfalt er að stækka uppskriftina.
Saag tófú - Tófú
Gott er að pressa aðeins vökvann úr tófúinu nokkru áður en þið byrjið að elda. Þá er tófú kubburinn vafinn inn í viskastykki og léttkreistur, og jafnvel látinn standa í 20 mín undir einhverju þungu eins og t.d. góðri þykkri matreiðslubók. Svo er tófúið skorið í bita og steikt á pönnu. Á meðan það steikist er einfalt að útbúa sósuna í matvinnsluvél.
Grænmetislasagna - Ofnréttir Pasta og pizzur
- 3 gulrætur, rifnar
- 1 lítil eða ½ stærri sæt kartafla, rifin
- ¼ sellerírót, rifin
- 1 blómkálshöfuð, smátt skorið
- 2 dl soðnar brúnar linsur (tæplega 1 dl ósoðnar)
- 400 ml kókosmjólk (eða 400ml vatn)
- 500g (1 krukka) maukaðir tómatar
- 3 msk tómatpúrra
- 4 hvítlauksrif
- 1 msk ítölsk kryddblanda
- (eða 2 tsk oregano + 1 tsk basil)
- 1 tsk sjávarsalt
- cayenne pipar af hnífsoddi
- 250g lasagna blöð
- 200g rifinn jurtaostur
Sjóðið linsur skv. leiðbeiningum á pakka. Rífið gulrætur, sæta kartöflu og sellerírót á grófu rifjárni (t.d. hentugt að nota rifjárnið í matvinnsluvélinni). Skerið blómkálið mjög smátt, (t.d. gott að skera það í bita og setja í matvinnsluvélina og telja upp að 5, þá verður það mjög fínt niður skorið og minnir áferðin á hakk). Setjið allt (nema lasagna blöð og ost) í pott og látið suðuna koma upp, lækkið og látið sjóða í um 5-10 mín.
Hitið ofninn í 200°C og raðið í eldfast form á meðan ofninn er að hitna:
1 lag grænmetisfylling
1 lag lasagna plötur
1 lag rifinn ost
EndurtakiðSetjið formið inn í heitan ofninn og bakið í um 25 mín.
Berið fram með góðu pestói + fersku salati.
Njótið!
Rófu taco - Hráfæðiréttir
Rófu-taco kemur jafnvel hörðustu sælkerum á óvart.
Við notum stórar rófusneiðar sem stökkar skeljar, þær eru ótrúlega góðar. Skeljarnar fyllum við með bragðmiklu hnetukurli, nóg af guacamole og dásamlegum kasjúhneturjóma. Gott að bera fram með fallegu salati.
Fallegt spaghetti m/ pestó og tómötum - Pasta og pizzur
Kúrekakássa úr kjúklingabaunum - Pottréttir Sumar
Tófúspjót með hnetusósu - Grill Tófú
Tófúspjót eru sumarleg og góð á grillið. Tófú er góður próteingjafi í staðinn fyrir kjöt eða fisk.
Þar sem tófúið þarf smá tíma til að draga í sig marineringuna er best að byrja amk hálftíma fyrr að búa til marineringu og leyfa tófúinu að liggja í henni. En það er líka í góðu lagi að gera þetta mörgum klst fyrr og geyma í ísskáp.
Penne m/brokkolí og kasjúhnetum - Pasta og pizzur
Þetta er einföld og fljótleg máltíð. Við byrjum á að rista hnetur örstutt á pönnu. Svo snöggsteikjum við brokkolí og tökum til hliðar. Sjóðum pasta og búum til sósuna á meðan pastað sýður. Svo er bara að raða fallega á disk og njóta.
Lífræna pastað okkar er gert úr heilmöluðu korni sem er ræktað á ökrunum í kringum Montebello klaustrið í Marche, á Ítalíu. Þessir akrar hafa verið ræktaðir um langan aldur án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna. Pastagerðin byggir á rótgróinni hefð á þessu svæði, og útkoman er frábært pasta.
Tófú í tómatsósu -
Góður einn og sér, en líka gott að bera fram með pasta, kínóa eða hrísgrjónum.
Spaghetti í kryddjurta sósu - Pasta og pizzur
Himneska spaghetti-ið er gert úr heilmöluðu korni sem er ræktað á ökrunum í kringum Montebello klaustrið í Marche, á Ítalíu. Þessir akrar hafa verið ræktaðir um langan aldur án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna. Hægt er að velja spaghetti úr lífrænt ræktuðu heilhveiti eða lífrænt ræktuðu heilmöluðu spelti.
Fljótlegt kjúklingabauna karrý - Pottréttir Skálar
Við þekkjum flest löngunina í fljótlega og næringarríka máltíð, sem lítið þarf að hafa fyrir en bragðast samt mjög vel. Hér höfum við eina slíka, fljótlegt og gómsætt kjúklingabaunakarrý. Fullt af grænmeti, baunum og góðu bragði.
Aðal atriðið er að skera grænmetið nógu þunnt, þá þarf það svo stuttan tíma í pottinum og er fljótt að mýkjast.
Máltíðina er gott að bera fram með fullt af fersku salati eða með lífrænum basmati hrísgrjónum, allt eftir hvað ykkur finnst best. Okkur finnst æði að strá nokkrum kasjúhnetum yfir.
Falafel borgari m/tzatziki -
Kúrbíts lasagne - Ofnréttir Pasta og pizzur
Auðvelt er að útbúa þetta lasagne. Fyrst er að útbúa tvær fljótlegar sósur og svo er kúrbíturinn skorinn í þunnar sneiðar (með peeler eða ostaskera). Svo er bara að raða í eldfast mót í lögum og baka í ofni. Ef þið viljið stytta ykkur leið er tilvalið að nota tilbúið grænt pestó frá Himneskt í staðinn fyrir heimagerða pestóið.
Hægt er að sjá nákvæmari leiðbeiningar með myndum hér: Kúrbíts lasagna Mæðgnanna
Hnetusteik í graskeri - Hnetusteikur Vetur
Fyrir uppskrift að heimalagaðri hnetusteik smellið á hlekkinn hér.
Annars mælum við með Hagkaups steikinni, ef þið viljið kaupa tilbúna.
Spaghetti með linsum - Pasta og pizzur
Pastað er hægþurrkað, sem fullkomnar bragð og áferð þess og viðheldur næringargildi hráefnisins eins og best verður á kosið. Hægt er að velja spaghetti úr lífrænt ræktuðu heilhveiti eða lífrænt ræktuðu heilmöluðu spelti.
Þessi pastaréttur er einfaldur og bragðgóður og minnir svolítið á kjötlaust spaghetti bolognese.
Sveppa penne með salvíu - Pasta og pizzur
Pastað er hægþurrkað, sem fullkomnar bragð og áferð þess og viðheldur næringargildi hráefnisins eins og best verður á kosið. Hægt er að velja penne úr lífrænt ræktuðu heilhveiti eða lífrænt ræktuðu heilmöluðu spelti.
Sveppa penne með salvíu er virkilega góður pastaréttur sem er upplagt að útbúa þegar stemning er fyrir einhverju ljúffengu og fljótlegu. Uppskriftin miðast við tvo, en auðvelt er að stækka fyrir fleiri.
Blómkálssúpa - Súpur
Fylltar eggaldinrúllur - Ofnréttir
Hálfmánar með sætkartöflufyllingu - Brauð og bakstur Ofnréttir Sumar
Rauð kókos karrý núðlusúpa - Súpur
Kúrbítspizzubotn - Ofnréttir Pasta og pizzur
Tortillur með svörtum baunum og guacamole - Pottréttir Vefjur
Baunasúpa - Haust Súpur
Spínat lasagna - Ofnréttir Pasta og pizzur
Spínatlasagna er ljúffengur réttur fyrir alla fjölskylduna. Gott að bera fram með góðu pestói og fersku salati eða ofnbökuðu rótargrænmeti.
Chili sin carne - Pottréttir
Chili sin carne þýðir kjötlaust chili. Þetta er útgáfan hennar Sollu af þessum vinsæla suður-ameríska rétti. Pottrétturinn er frábær með hrísgrjónum og góðu guacamole. Einnig er hægt að bera hann fram í maísskeljum eða tortillum.
Fljótleg innbökuð hnetusteik - Hnetusteikur Vetur
Einfalt pasta - Pasta og pizzur
Suma daga er einfaldleikinn bara bestur. Hér finnið þið einfaldan pastarétt þar sem gott lífrænt hráefni fær að njóta sín. Margir hafa vanist því að nota pasta úr hvítu hveiti, en pasta úr heilhveiti eða heilmöluðu spelti er trefjaríkara en það hvíta og því bæði bragðmeira og heilsusamlegra. Í Himnesku vörulínunni er gott úrval af grófkorna pasta. Þetta pasta er unnið úr heilu korni frá ökrunum umhverfis Montebello klaustrið í Marche á Ítalíu, þar sem akrarnir hafa verið ræktaðir án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna um langan aldur. Og okkur finnst það alveg dásamlegt!
Innbökuð hnetusteik - Hnetusteikur
Hnetuturnar með rótarmús - Hnetusteikur
Grískt pastasalat - Pasta og pizzur Sumar
Himnesktu pastaskrúfurnar eru gerðar úr spelti/heilhveiti sem er ræktað á ökrunum í kringum Montebello klaustrið í Marche, á Ítalíu. Þessir akrar hafa verið ræktaðir um langan aldur án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna.
Kartöflu-chili buff - Buff og falafel
Þessi buff eru sérstaklega vinsæl hjá yngstu kynslóðinni og með tilliti til hennar er snjallt að minnka magnið af vorlauk og chili.