Skál m/ bökuðu grænmeti og kjúklingabaunum
- Miðlungs
- Vegan: Já
Uppskrift
Ljúffeng skál stútfull af grænmeti, baunum og góðu bragði.
Bakað grænmeti
- 400g kartöflur, skornar í báta
- 1 meðalstór sæt kartafla, skorin í báta
- 1 tsk fennelfræ
- ¾ tsk cuminduft
- 1 tsk sjávarsalt flögur
- 2 msk ólífuolía
Bakaðar kjúklingabaunir
- 1 krukka soðnar kjúklingabaunir, skolaðar og vökvanum hellt frá
- ½ tsk cuminduft
- ¼ tsk turmerik
- ½ tsk hvítlauksduft
- ½ tsk sjávarsalt flögur
- smá nýmalaður svartur pipar
- 1 msk ólífuolía
Grænmeti
- 1 romaine höfuð, skorið í passlega bita
- 6 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
- 200g brokkolí skorið í passlega munnbita
- 200g rauðkál, skorið í þunnar sneiðar
- 1 avókadó, afhýtt og skorið í sneiðar
Sósa
- 1 dl kasjúhnetur, í bleyti
- 1 dl vatn 100g grilluð paprika (úr krukku)
- 1 dl olía af grilluðu paprikunni
- 1 msk sítrónusafi
- 1 tsk sjávarsaltflögur
- ½ tsk chiliflögur
Sósan:
Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt.Skálin:
Byrjið á að baka grænmetið og kjúklingabaunirnar.
Hitið ofninn í 200°C.
Setjið bökunarpappír á ofnplötu og setjið grænmetið á 2/3 af plötunni og kjúklingabaunirnar á 1/3 af plötunni.
Kryddið og skvettið olíu yfir og bakið í 18-20 mínútur.
Á meðan grænmetið er að bakast, steikið rauðkálið og brokkolíið á heitri pönnu, gott er að steikja hvora tegund fyrir sig.
Setjið smá olíu á pönnuna og þegar hún er heit setjið grænmetið út á, kryddið með smá sjávarsaltflögum.
Setjið romaine salatið í skálar, raðið restinni af grænmetinu ofan á ásamt avókadó og tómötum, endið á að setja væna skeið af sósunni og njótið.