Aðalréttir

Fyrirsagnalisti

Núðlur, satay og tófú - Tófú

Hrísgrjónanúðlur með grænmeti, crispý tófúbitum og ljúffengri hnetusósu.


One pan tófú - Ofnréttir Tófú

Þessi réttur er ljúffengur og í góðu jafnvægi. Tófú sem próteingjafi, kartöflur fyrir kolvetni og svo grænmeti og góð dressing.

Tófú skál - Skálar Sushi Tófú

Ristaða sesam olían okkar og tamari sósan eru frábærar í alls kyns marineringar og sósur. Hér notum við þær ásamt engiferskotinu til að marinera tófú í ljúffenga sushi skál.

Linsu tófú - Tófú

Þetta er mjög skemmtileg uppskrift að heimagerðu linsu-tófúi. Tófúið er hægt að nota í rétti á sama hátt og annað tófú.

Stórsniðugt, frekar einfalt að framkvæma og mjög gaman að prófa.

Jóla krans - Tófú Vetur

Jólakransinn er hátíðlegur grænmetisréttur. Tilvalinn fyrir þau sem vilja tilbreytingu frá hnetusteik eða wellington.
Rétturinn stendur alveg einn og sér, en fer einnig vel með hefðbundnu jólameðlæti eins og waldorfsalati, rauðkáli, grænum baunum ofl.

Hægt er að búa til einn stóran hring á fallegu fati fyrir veisluborðið. Önnur leið er að raða fallega beint á minni diska, eins og á veitingastað. 

Saag tófú - Tófú

Ljómandi gott og próteinríkt tófú í bragðmikilli spínatsósu.

Gott er að pressa aðeins vökvann úr tófúinu nokkru áður en þið byrjið að elda. Þá er tófú kubburinn vafinn inn í viskastykki og léttkreistur, og jafnvel látinn standa í 20 mín undir einhverju þungu eins og t.d. góðri þykkri matreiðslubók. Svo er tófúið skorið í bita og steikt á pönnu. Á meðan það steikist er einfalt að útbúa sósuna í matvinnsluvél.


Tófú biti - Sushi Tófú

Tófú og hrísgrjóna bitar sem mætti kalla risa sushi.

Tófúspjót með hnetusósu - Grill Tófú

Tófúspjót eru sumarleg og góð á grillið. Tófú er góður próteingjafi í staðinn fyrir kjöt eða fisk.

Þar sem tófúið þarf smá tíma til að draga í sig marineringuna er best að byrja amk hálftíma fyrr að búa til marineringu og leyfa tófúinu að liggja í henni. En það er líka í góðu lagi að gera þetta mörgum klst fyrr og geyma í ísskáp.