Jóla krans

Tófú Vetur

 • 2-3 manns
 • Auðvelt
 • vegan hátíðarmatur
 • Vegan: Já

Uppskrift

Jólakransinn er hátíðlegur grænmetisréttur. Tilvalinn fyrir þau sem vilja tilbreytingu frá hnetusteik eða wellington.
Rétturinn stendur alveg einn og sér, en fer einnig vel með hefðbundnu jólameðlæti eins og waldorfsalati, rauðkáli, grænum baunum ofl.

Hægt er að búa til einn stóran hring á fallegu fati fyrir veisluborðið. Önnur leið er að raða fallega beint á minni diska, eins og á veitingastað. 
 • Tófú

 • 250 g tófú
 • 2 msk tamarisósa
 • 1 msk hlynsíróp
 • 1 msk ristuð sesamolía
 • 1 tsk paprikuduft
 • Grænmeti

 • 250 g jarðskokkar, skornir í báta
 • 250 g rauðrófur, afhýddar og skornar í báta
 • 1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn í báta
 • 2 msk ólífuolía
 • 1 tsk fennelfræ
 • 1 tsk cuminduft
 • ½ tsk rósmarín
 • ½ tsk paprikuduft
 • 1 tsk sjávarsalt
 • ½ tsk chiliflögur
 • Sveppir

 • 250 g sveppir, skornir í fernt
 • 2 msk vegan smjör
 • 1 tsk hvítlauksduft
 • ½ tsk sjávarsalt
 • Skraut

 • 1 gulrót, skorin þunnt, t.d á mandólíni
 • nokkur lítil grænkálsblöð
 • ferskar kryddjurtir (t.d. timian)
 • Gómasósa

 • 250g vegan mayo
 • 2 msk tamarisósa
 • 2 msk hlynsíróp
 • 2-3 msk vatn
 • 1 msk ristuð sesamolía
 • 1-2 tsk sítrónusafi – má nota edik
 • 50g ristuð sesamfræ

Tófú

Skerið tófúið í 1 cm þykkar sneiðar og setjið í fat.
Hrærið saman tamarisósu, hlynsírópi og ristaðri sesamolíu og hellið yfir og látið marinerast í 30 mín. Enn betra að láta marinerast  yfir nótt.
Bakið við 200°C í 20 mínútur.


Grænmeti

Setjið bökunarpappír í ofnskúffu, setjið niðurskornar jarðskokka, rauðrófur og rauðlauk þar á, kryddið og hellið olíu yfir.
Bakið við 200°C í um 20 mínútur


Sveppir

Bræðið smjörið og steikið sveppina uppúr því á heitri pönnu, kryddið með hvítlauksdufti og sjávarsalti og steikið þar til þeir eru orðnir gylltir og fallegir.


Gómasósa

Setjið allt í blandara og blandið saman þar til orðið sósan er silkimjúk og kekklaus.


Framsetning

Raðið öllu í hring á disk (sjá mynd), skreytið með mandólínuðum gulrótum, grænkáli og ferskum kryddjurtum.

Uppskriftin er ætluð fyrir 2-3, endilega stækkið ef þið eruð fleiri.

Njótið!