Spínatbaka og kryddmauk
- Vegan: Já
Uppskrift
Spínatbaka
- tilbúið bökudeig
- 2 laukar, skornir í sneiðar
- 2 msk ólífuolía
- ½ tsk cuminduft
- ½ tsk chiliflögur
- 1 tsk sjávarsaltflögur
- 350 g frosið spínat, tekið úr frysti ½ - 1 klst áður
- 1 msk sítrónuhýði, rifið á fínu rifjárni
- 130 g vegan fetaostur
- olía til að smyrja formið með
- 1 kartafla, skorin í örþunnar sneiðar með mandolíni eða ostaskera
Kryddmauk
- 5 hvítlauksrif, gróft söxuð
- 1 rauður chili
- 2 tsk cuminfræ
- 1 tsk papriku duft
- 50 g kóríander, ferskur og gróft saxaður
- 60 ml ólífuolía
- 1 ½ tsk sítrónusafi
- salt og pipar
Hitið ofninn í 180°C.
Leiðbeiningar með spínatbökuSetjið deigið í smurt bökuform, 26/29 cm í þvermál, notið gaffal til að búa til litlar holur svo deigið blási ekki upp. Stingið honum í deigið ca 10 sinnum. Forbakið í 8-10 mínútur eða þar til deigið byrjar að taka gylltan lit.
Á meðan deigið er að bakast, steikið laukinn upp úr olíu, best er að byrja á að hafa pönnuna heita, en lækka svo hitann og leyfa lauknum að malla í um 10 mín. Kryddið síðan með cumindufti, chilliflögum og sjávarsalti.
Bætið spínatinu út á pönnuna ásamt sítrónuhýði og látið malla í um 5 mín.Setjið fyllinguna í forbakaða bökubotninn, myljið fetaostinn út á og bakið í um 25 – 30 mín samtals. Þegar bakan hefur verið inni í ofninum í 15 mínútur takið hana út og raðið örþunnum kartöflusneiðum yfir bökuna og bakið svo áfram í 10-15 mín, eða þar til bakan er orðin girnileg og gyllt.
KryddmaukÁ meðan bakan er að bakast er fullkomið að búa til kryddmaukið.
Setjið allt í blandara og blandið saman. Geymist í krukku ísskápnum í 2-3 vikur. Þetta kryddmauk er gott með flestum mat, svo endilega geymið afganginn ef einhver er.Þegar bakan er tilbúin þá setjið þið nokkrar skeiðar af kryddmauki yfir bökuna og berið fram.